„Við getum ekki tryggt öryggi fólks“ Atli Ísleifsson skrifar 24. júlí 2014 13:12 Vopnaða lögreglumenn má nú sjá á Gardermoen flugvelli og víðs vegar annars staðar um Noreg. Vísir/AFP Trúverðug hryðjuverkaógn steðjar nú að Noregi og höfuðborgin Ósló er eitt af líklegustu skotmörkunum við mögulega árás. Þetta sagði Johan Fredriksen hjá Óslóarlögreglunni á fréttamannafundi nú í hádeginu. Norsk lögregla undirbýr sig nú að koma í veg fyrir og ef til vill fást við afleiðingar mögulegrar hryðjuverkaárásar. „Við getum ekki tryggt öryggi fólks, en við getum gert ráðstafanir sem draga úr hættunni.“ Óslóarlögreglunni var tilkynnt um þá hryðjuverkaógn sem steðjar að Noregi í gærkvöldi. Við vinnum að því að greina og fást við ógnina stendur nú yfir, bæði utan og innan landamæra Noregs. „Það er ljóst að ógnin er alvarlegri en þær sem við höfum áður séð,“ segir Fredriksen. Að sögn Fredriksen er Ósló sá staður sem er talinn hvað líklegastur til að verða fyrir árás, bæði vegna íbúafjöldans og þeirra mikilvægu staða og stofnana sem finna má í borginni. Lögregla nýtur nú einnig aðstoðar norska hersins. „Mesta áskorun okkar er að koma á öryggisstigi sem brennimerkir ekki ákveðna hópa eða veldur hræðslu.“ Á vef SVT segir að þrátt fyrir þá ógn sem steðjar að landinu vilji Fredriksen að Óslóarbúar láti eins og vanalega, að hvers kyns starfsemi og fyrirhugaðir atburðir haldi áfram. Segir hann lögregluna vel undirbúna. Norway Cup, annað fjölmennasta fótboltamót heims, hefst á morgun þar sem þúsundir ungmenna koma saman. Fredriksen segist hafa fullan skilning á að foreldrar hiki við að senda börn sín á mótið. „Miðað við þær uppslýsingar sem við höfum er fólki óhult að senda börn sín á mótið.“ Tengdar fréttir Vara við hryðjuverkaárás á Noreg á næstu dögum Norska ríkisstjórnin og lögreglan varaði við að raunveruleg hætta stafi gegn öryggi ríkisins á fréttamannafundi sem var að klárast nú á níunda tímanum í Ósló. 24. júlí 2014 08:28 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
Trúverðug hryðjuverkaógn steðjar nú að Noregi og höfuðborgin Ósló er eitt af líklegustu skotmörkunum við mögulega árás. Þetta sagði Johan Fredriksen hjá Óslóarlögreglunni á fréttamannafundi nú í hádeginu. Norsk lögregla undirbýr sig nú að koma í veg fyrir og ef til vill fást við afleiðingar mögulegrar hryðjuverkaárásar. „Við getum ekki tryggt öryggi fólks, en við getum gert ráðstafanir sem draga úr hættunni.“ Óslóarlögreglunni var tilkynnt um þá hryðjuverkaógn sem steðjar að Noregi í gærkvöldi. Við vinnum að því að greina og fást við ógnina stendur nú yfir, bæði utan og innan landamæra Noregs. „Það er ljóst að ógnin er alvarlegri en þær sem við höfum áður séð,“ segir Fredriksen. Að sögn Fredriksen er Ósló sá staður sem er talinn hvað líklegastur til að verða fyrir árás, bæði vegna íbúafjöldans og þeirra mikilvægu staða og stofnana sem finna má í borginni. Lögregla nýtur nú einnig aðstoðar norska hersins. „Mesta áskorun okkar er að koma á öryggisstigi sem brennimerkir ekki ákveðna hópa eða veldur hræðslu.“ Á vef SVT segir að þrátt fyrir þá ógn sem steðjar að landinu vilji Fredriksen að Óslóarbúar láti eins og vanalega, að hvers kyns starfsemi og fyrirhugaðir atburðir haldi áfram. Segir hann lögregluna vel undirbúna. Norway Cup, annað fjölmennasta fótboltamót heims, hefst á morgun þar sem þúsundir ungmenna koma saman. Fredriksen segist hafa fullan skilning á að foreldrar hiki við að senda börn sín á mótið. „Miðað við þær uppslýsingar sem við höfum er fólki óhult að senda börn sín á mótið.“
Tengdar fréttir Vara við hryðjuverkaárás á Noreg á næstu dögum Norska ríkisstjórnin og lögreglan varaði við að raunveruleg hætta stafi gegn öryggi ríkisins á fréttamannafundi sem var að klárast nú á níunda tímanum í Ósló. 24. júlí 2014 08:28 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
Vara við hryðjuverkaárás á Noreg á næstu dögum Norska ríkisstjórnin og lögreglan varaði við að raunveruleg hætta stafi gegn öryggi ríkisins á fréttamannafundi sem var að klárast nú á níunda tímanum í Ósló. 24. júlí 2014 08:28