Erlent

15 látnir á Gaza eftir árás Ísraela á skóla SÞ

Randver Kári Randversson skrifar
Palestínskum dreng er hér ekið á sjúkrabörum eftir að hafa særst í árásinni.
Palestínskum dreng er hér ekið á sjúkrabörum eftir að hafa særst í árásinni. Vísir/AFP
Að minnsta kosti 15 eru látnir eftir loftárás Ísraelshers á skóla Sameinuðu þjóðanna í Beit Hanoun á norðanverðri Gaza-ströndinni fyrr í dag. Að minnsta kosti 150 manns eru slasaðir. Þetta kemur fram á vef Guardian.

Nokkur hundruð Palestínumenn höfðu leitað skjóls í skólanum undan árásum Ísraelshers. Þetta er í fjórða sinn sem aðstaða á vegum Sameinuðu þjóðanna verður fyrir árás Ísraela.

Um 140 þúsund Palestínumenn hafa flúið heimili sín vegna innrásar Ísraelshers á Gaza og hefur mikill fjöldi þeirra leitað skjóls í byggingum sem reknar eru af Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna.

Á vef Sky News er haft eftir talsmanni flóttamannahjálparinnar að Ísraelsher hafi fengið gefna upp nákvæma staðsetningu skólans. Reynt hafi verið að semja við herinn um að óbreyttir borgarar fengju tíma til að yfirgefa skólann en það hafi ekki verið veitt.

Móðir syrgir hér son sinn, Abd al-Karim al-Shibari, sem lést í árásinni í dag.Vísir/AFP
Þessar palestínsku konur syrgðu látna ættingja sína fyrir utan líkhús Kamal Adwan-spítala eftir árásina.Vísir/AFP
Hér sést blóðtaumurinn sem blasti víðsvegar við fyrir utan skólann eftir árásina.Vísir/AFP
Palestínskir menn syrgja ættingja sína í líkhúsi Kamal Adwan-spítala.Vísir/AFP
Nokkur hundruð manns höfðu leitað skjóls í skóla á vegum Sameinuðu þjóðanna.Vísir/AFP

Tengdar fréttir

Forsætisráðherra fordæmir ofbeldi á Gaza

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sendi í dag forsætisráðherra Ísraels bréf þar sem komið er á framfæri alvarlegum áhyggjum af stöðu mála á Gaza.

Gordíonshnútur Gaza-svæðisins

Nú standa yfir miklar deilur milli Ísraelsmanna og Palestínumanna. Deilan um Palestínu hefur verið heimsfriðnum hættulegri en flest önnur deilumál síðustu áratuga.

Átökin sjást úr geimnum

Sjötti dagurinn í landhernaði Ísraela virðist hafa verið sá skæðasti ef marka má mynd sem tekin er úr alþjóðlegu geimstöðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×