Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Fjölnir - Þór 4-1 | Loksins sigur hjá Fjölni Kristinn Páll Teitsson á Fjölnisvelli skrifar 27. júlí 2014 14:31 Vísir/Arnþór Fjölnir vann fyrsta leik sinn í tæplega þrjá mánuði með stæl í 4-1 sigri á Þór í Pepsi-deildinni í dag. Sigurinn var afar sanngjarn og var allt annað að sjá til liðsins en undanfarnar vikur. Fjölnismenn höfðu fyrir leikinn ekki unnið leik í tæplega þrjá mánuði. Síðasti sigur liðsins kom í annarri umferð fyrir norðan en uppskeran hafði verið rýr undanfarnar vikur. Fyrri hálfleikurinn var algjörlega í eign heimamanna en fyrsta mark leiksins var umdeilt. IllugiGunnarsson sendi þá langa sendingu inn á miðvörðinn Bergsvein Ólafsson sem leit út fyrir að vera rangstæður en Bergsveinn kláraði færið glæsilega með bakfallsspyrnu. Heimamenn bættu við tveimur mörkum í fyrri hálfleik og bæði komu þau eftir afar slakan varnarleik Þórsara. Fyrra markið skoraði Guðmundur Karl Guðmundsson eftir flottan sprett þar sem hann lék á hvern varnarmann Þórsara á fætur öðrum og lagði boltann í hornið. Undir lok hálfleiksins gerði Gunnar Már Guðmundsson út um leikinn með snyrtilegri afgreiðslu. Ragnar Leósson átti þá sendingu inn á fjærstöng þar sem enginn fylgdist með Gunnari koma inn á vítateiginn og leggja boltann undir Sandor Matus í marki Þórs. Gestirnir að norðan náðu betra taki á leiknum í seinni hálfleik en ógnuðu aldrei forskoti Fjölnismanna. Þórður Birgisson náði að minnka muninn eftir að hafa komið inn af bekknum undir lok leiksins en Ágúst Örn Arnarson bætti við fjórða marki Fjölnismanna mínútu síðar. Ágúst hafði stuttu áður komið inná í fyrsta sinn fyrir Fjölni í Pepsi-deildinni og skoraði hann með fyrstu snertingu sinni í leiknum. Öruggur 4-1 sigur staðreynd og afar verðskuldaður. Gestirnir að norðan virkuðu einfaldlega týndir í leiknum og kom lítið úr sóknarleik liðsins og einbeitingarleysi í varnarleiknum kostaði þá á endanum. Bergsveinn: Er alltaf að segja Gústa að setja mig upp á topp„Þetta er mjög kærkomið. Eftir langan tíma án sigurs verður gaman að fagna með strákunum í klefanum,“ sagði Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis sáttur eftir leikinn. „Auðvitað settist þetta aðeins á sálina, við vorum að tapa leikjum og mörgum þeirra á síðustu mínútum leiksins. Það settist aðeins á sálina en við vorum staðráðnir í að ná sigri í dag.“ Bergsveinn átti fínan leik eins og allir aðrir leikmenn Fjölnis. „Við vorum staðráðnir að vinna fyrir klúbbinn og laga okkar stöðu. Við börðumst fyrir þessum þremur stigum og það var gríðarlega sætt að ná þeim. Það sem skiptir máli úr þessu eru þessi þrjú stig, ekkert annað.“ Bergsveinn skoraði glæsilegt mark í upphafi leiksins en myndbandið af því má sjá hér. „Ég hef ekki reynt þetta áður, ég er ekki svo vitlaus en ég reyndi þetta áðan og þetta gekk upp. Ég er ekki viss hvort ég hafi verið rangstæður en línuvörðurinn flaggaði ekki svo ég fór bara að fagna,“ sagði Bergsveinn sem vonaðist til þess að fá tækifærið fljótlega í framlínunni. „Að sjálfsögðu, ég er alltaf að segja honum að setja mig upp á topp,“ sagði Bergsveinn léttur. Páll Viðar: Stóð ekki steinn yfir steini í leik okkar„Orðið martröð á vel við, það stóð ekki steinn yfir steini í leik okkar í fyrri hálfleik,“ sagði Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, hundfúll eftir leikinn. „Ég er orðlaus yfir því hvernig strákarnir komu inn í þetta. Flestir leikirnir okkar eru upp á líf og dauða núna og við förum beinustu leið niður ef spilamennskan heldur áfram.“ Páll var ekki viss hvaða orð væri best til þess að lýsa andleysinu í leik Þórsara í dag. „Maður getur notað held ég bara flest lýsingaorð og andleysi er eitt þeirra. Þetta var okkar lélegasti hálfleikur lengi, við erum að fá á okkur léleg mörk sem ég hélt að við værum búnir að loka á.“ Eftir glæsilegan sigur á KR hefur uppskeran verið eitt stig í tveimur síðustu leikjum liðsins. „Það er ótrúlegt að leikmenn mæti mun meira spenntir upp í leik gegn FH og KR en svo þegar við mætum liðum sem eru í kringum okkur í deildinni eru menn einfaldlega ekki í takti,“ sagði Páll sem fann rangstöðufnyk af fyrsta marki Fjölnis. „Ég var ekki í línu við hann en hann var einkennilega mikið einn á þessu svæði en það var svosem ekki í eina skiptið sem menn voru einir inn á vítateig hjá okkur. Við vorum alltof langt frá mönnunum í öllum leiknum,“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Fjölnir vann fyrsta leik sinn í tæplega þrjá mánuði með stæl í 4-1 sigri á Þór í Pepsi-deildinni í dag. Sigurinn var afar sanngjarn og var allt annað að sjá til liðsins en undanfarnar vikur. Fjölnismenn höfðu fyrir leikinn ekki unnið leik í tæplega þrjá mánuði. Síðasti sigur liðsins kom í annarri umferð fyrir norðan en uppskeran hafði verið rýr undanfarnar vikur. Fyrri hálfleikurinn var algjörlega í eign heimamanna en fyrsta mark leiksins var umdeilt. IllugiGunnarsson sendi þá langa sendingu inn á miðvörðinn Bergsvein Ólafsson sem leit út fyrir að vera rangstæður en Bergsveinn kláraði færið glæsilega með bakfallsspyrnu. Heimamenn bættu við tveimur mörkum í fyrri hálfleik og bæði komu þau eftir afar slakan varnarleik Þórsara. Fyrra markið skoraði Guðmundur Karl Guðmundsson eftir flottan sprett þar sem hann lék á hvern varnarmann Þórsara á fætur öðrum og lagði boltann í hornið. Undir lok hálfleiksins gerði Gunnar Már Guðmundsson út um leikinn með snyrtilegri afgreiðslu. Ragnar Leósson átti þá sendingu inn á fjærstöng þar sem enginn fylgdist með Gunnari koma inn á vítateiginn og leggja boltann undir Sandor Matus í marki Þórs. Gestirnir að norðan náðu betra taki á leiknum í seinni hálfleik en ógnuðu aldrei forskoti Fjölnismanna. Þórður Birgisson náði að minnka muninn eftir að hafa komið inn af bekknum undir lok leiksins en Ágúst Örn Arnarson bætti við fjórða marki Fjölnismanna mínútu síðar. Ágúst hafði stuttu áður komið inná í fyrsta sinn fyrir Fjölni í Pepsi-deildinni og skoraði hann með fyrstu snertingu sinni í leiknum. Öruggur 4-1 sigur staðreynd og afar verðskuldaður. Gestirnir að norðan virkuðu einfaldlega týndir í leiknum og kom lítið úr sóknarleik liðsins og einbeitingarleysi í varnarleiknum kostaði þá á endanum. Bergsveinn: Er alltaf að segja Gústa að setja mig upp á topp„Þetta er mjög kærkomið. Eftir langan tíma án sigurs verður gaman að fagna með strákunum í klefanum,“ sagði Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis sáttur eftir leikinn. „Auðvitað settist þetta aðeins á sálina, við vorum að tapa leikjum og mörgum þeirra á síðustu mínútum leiksins. Það settist aðeins á sálina en við vorum staðráðnir í að ná sigri í dag.“ Bergsveinn átti fínan leik eins og allir aðrir leikmenn Fjölnis. „Við vorum staðráðnir að vinna fyrir klúbbinn og laga okkar stöðu. Við börðumst fyrir þessum þremur stigum og það var gríðarlega sætt að ná þeim. Það sem skiptir máli úr þessu eru þessi þrjú stig, ekkert annað.“ Bergsveinn skoraði glæsilegt mark í upphafi leiksins en myndbandið af því má sjá hér. „Ég hef ekki reynt þetta áður, ég er ekki svo vitlaus en ég reyndi þetta áðan og þetta gekk upp. Ég er ekki viss hvort ég hafi verið rangstæður en línuvörðurinn flaggaði ekki svo ég fór bara að fagna,“ sagði Bergsveinn sem vonaðist til þess að fá tækifærið fljótlega í framlínunni. „Að sjálfsögðu, ég er alltaf að segja honum að setja mig upp á topp,“ sagði Bergsveinn léttur. Páll Viðar: Stóð ekki steinn yfir steini í leik okkar„Orðið martröð á vel við, það stóð ekki steinn yfir steini í leik okkar í fyrri hálfleik,“ sagði Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, hundfúll eftir leikinn. „Ég er orðlaus yfir því hvernig strákarnir komu inn í þetta. Flestir leikirnir okkar eru upp á líf og dauða núna og við förum beinustu leið niður ef spilamennskan heldur áfram.“ Páll var ekki viss hvaða orð væri best til þess að lýsa andleysinu í leik Þórsara í dag. „Maður getur notað held ég bara flest lýsingaorð og andleysi er eitt þeirra. Þetta var okkar lélegasti hálfleikur lengi, við erum að fá á okkur léleg mörk sem ég hélt að við værum búnir að loka á.“ Eftir glæsilegan sigur á KR hefur uppskeran verið eitt stig í tveimur síðustu leikjum liðsins. „Það er ótrúlegt að leikmenn mæti mun meira spenntir upp í leik gegn FH og KR en svo þegar við mætum liðum sem eru í kringum okkur í deildinni eru menn einfaldlega ekki í takti,“ sagði Páll sem fann rangstöðufnyk af fyrsta marki Fjölnis. „Ég var ekki í línu við hann en hann var einkennilega mikið einn á þessu svæði en það var svosem ekki í eina skiptið sem menn voru einir inn á vítateig hjá okkur. Við vorum alltof langt frá mönnunum í öllum leiknum,“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira