Emirates hættir að fljúga yfir Írak Heimir Már Pétursson skrifar 29. júlí 2014 13:08 Írak er í alfaraflugleið flugvéla á leið milli Asíu og Evrópu. Flugfélög eru að enduskoða áætlanir sínar eftir að MH 17 var skotin niður í Úkraínu. vísir/ap Flugfélagið Emirates sem gerir út frá Dubai í Sameinaða arabíska fustadæminu ætlar að hætta öllu flugi yfir Íraka vegna vaxandi átaka uppreisnarmanna og stjórnarliða í landinu. Þá hefur félagið hætt öllu flugi til Kænugarðs í Úkraínu og flýgur ekki lengur í lofthelgi landsins. Eftir að MH17 flugvél Malaysian flugfélagsins var skotin niður með eldflaug hinn 17. júlí síðast liðinn, hafa forráðamenn flugfélaga endurhugsað flugáætlanir sínar yfir landsvæði þar sem átök ríkja. MH 17 flaug í 33 þúsund feta hæð yfir austur Úkraínu sem var opin flugleið, en flug í 32 þúsund fetum og neðar var ekki heimilað af úkraínskum flugmálayfirvöldum á þessu svæði. Og var flugleið flugvélarinnar viðurkennd af Alþjóðaflugmálastofnuninni ICAO. Emirate er eitt stærsta flugfélagið sem flýgur milli Asíu og Evrópu og hefur félagið nú tilkynnt að það ætli ekki að fljúga með farþega yfir Írak vegna vaxandi átaka þar. En áður hafði félagið hætt áætlunarflugi sínu til Kænugarðs og hætt öllu flugi yfir Úkraínu, eftir að flugvél Malaysian var skotin niður. Emirate, þýska flugfélagið Lufthansa og fleiri flugfélög hafa kallað eftir því að boðað verði til alþjóðafundar flugfélaga þar sem farið verði yfir allar verklagsreglur varðandi flug yfir átakasvæði. Þá hefur Alþjóðaflugmálastofnunin í Montréal í Kanada boðað til fundar í dag með fulltrúum IATA, alþjóðasamtökum flugfélaga, alþjóðasamtökum flugstöðva og alþjóðasamtökum opinberra flugumsjónaraðila til að ræða stöðu mála. Írak er enn á viðurkenndri flugleið milli Asíu og Evrópu en það kann að breytast verði reglur endurskoðaðar. Þá bönnuðu flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum og Evrópu tímabundið flug til Tel Aviv í Ísrael í síðustu viku, við litla lukku hjá ísraelskum stjórnvöldum. En eftir að flug hófst þangað aftur, hafa samtök flugmanna hjá Lufthansa mótmælt því að fllogið væri til tel Aviv á meðan hamasliðar væru enn að skjóta flugskeytum á nágrenni flugvallarins. MH17 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Flugfélagið Emirates sem gerir út frá Dubai í Sameinaða arabíska fustadæminu ætlar að hætta öllu flugi yfir Íraka vegna vaxandi átaka uppreisnarmanna og stjórnarliða í landinu. Þá hefur félagið hætt öllu flugi til Kænugarðs í Úkraínu og flýgur ekki lengur í lofthelgi landsins. Eftir að MH17 flugvél Malaysian flugfélagsins var skotin niður með eldflaug hinn 17. júlí síðast liðinn, hafa forráðamenn flugfélaga endurhugsað flugáætlanir sínar yfir landsvæði þar sem átök ríkja. MH 17 flaug í 33 þúsund feta hæð yfir austur Úkraínu sem var opin flugleið, en flug í 32 þúsund fetum og neðar var ekki heimilað af úkraínskum flugmálayfirvöldum á þessu svæði. Og var flugleið flugvélarinnar viðurkennd af Alþjóðaflugmálastofnuninni ICAO. Emirate er eitt stærsta flugfélagið sem flýgur milli Asíu og Evrópu og hefur félagið nú tilkynnt að það ætli ekki að fljúga með farþega yfir Írak vegna vaxandi átaka þar. En áður hafði félagið hætt áætlunarflugi sínu til Kænugarðs og hætt öllu flugi yfir Úkraínu, eftir að flugvél Malaysian var skotin niður. Emirate, þýska flugfélagið Lufthansa og fleiri flugfélög hafa kallað eftir því að boðað verði til alþjóðafundar flugfélaga þar sem farið verði yfir allar verklagsreglur varðandi flug yfir átakasvæði. Þá hefur Alþjóðaflugmálastofnunin í Montréal í Kanada boðað til fundar í dag með fulltrúum IATA, alþjóðasamtökum flugfélaga, alþjóðasamtökum flugstöðva og alþjóðasamtökum opinberra flugumsjónaraðila til að ræða stöðu mála. Írak er enn á viðurkenndri flugleið milli Asíu og Evrópu en það kann að breytast verði reglur endurskoðaðar. Þá bönnuðu flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum og Evrópu tímabundið flug til Tel Aviv í Ísrael í síðustu viku, við litla lukku hjá ísraelskum stjórnvöldum. En eftir að flug hófst þangað aftur, hafa samtök flugmanna hjá Lufthansa mótmælt því að fllogið væri til tel Aviv á meðan hamasliðar væru enn að skjóta flugskeytum á nágrenni flugvallarins.
MH17 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira