Sex Evrópumeistarar Þýskalands spiluðu í stórsigrinum Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. júlí 2014 12:30 Benedikt Höwedes, Mats Hummels, Mesut Özil, Sami Khedira og bandaríski landsliðsmaðurinn Fabian Johnson fagna Evrópumeistaratitlinum. vísir/getty Þýskaland er komið í úrslitaleikinn á HM eftir stórsigur á heimamönnum frá Brasilíu, 7-1, í ótrúlegum fótboltaleik í Belo Horizonte á þriðjudagskvöldið. Úrslitaleikurinn, og mögulegur heimsmeistaratitill, verður kirsuberið ofan á kökuna fyrir Þjóðverja og uppbyggingu knattspyrnunnar þar í landi undanfarinn áratug. Þegar Jürgen Klinsmann tók við Þjóðverjum árið 2004 hófst mikil uppbygging þar sem til dæmis 20.000 grunnskólakennurum var kennt að þjálfa yngri flokka. Grasrótin var tekin algjörlega í gegn. Menntun knattspyrnuþjálfara var aukin og sett var í gang verkefni sem átti sér að skila titlum, jafnt í yngri flokkum sem og hjá A-landsliðinu á komandi árum.Hvorki Scott Noble (sitjandi) né Lee Cattermole hafa spilað A-landsleik fyrir England.vísir/gettySá hópur sem hefur haft hvað mest áhrif á þýska landsliðið eins og það er í dag er Evrópumeistaralið Þýskalands á U21 árs mótinu í Malmö í Svíþjóð árið 2009. Þar valtaði Þýskaland yfir England, 4-0, í úrslitaleik, en sex af leikmönnunum í byrjunarliði Þjóðverja í þeim leik voru í byrjunarliðinu gegn Brasilíu á þriðjudaginn á HM. Þetta eru þeir ManuelNeuer, BenediktHöwedes, JéromeBoateng, MatsHummels, SamiKhedira og MesutÖzil. Özil skoraði eitt af mörkunum fjórum í úrslitaleiknum og var valinn maður leiksins. Samtals hafa þessir sex strákar spilað 270 A-landsleiki, en þeir fimm sem eiga A-landsleiki úr byrjunarliði Englands í sama leik (MicahRichards, KieranGibbs, JamesMilner, AdamJohnson og TheoWalcott) hafa samtals spilað 110 landsleiki fyrir England. James Milner er eini Englendingurinn úr hópnum frá 2009 sem var með A-landsliðinu í Brasilíu, en taka skal þó fram að Theo Walcott hefði farið með væri hann ekki meiddur. Á sunnudaginn geta þessir sex Þjóðverjar orðið heimsmeistarar saman, fimm árum eftir að þeir urðu Evrópumeistarar U21 árs liða. Það er nokkuð merkilegt að halda svona hópi saman og til merkis um hversu vel uppbyggingin heppnaðist í Þýskalandi. HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Íslenski boltinn Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Sjá meira
Þýskaland er komið í úrslitaleikinn á HM eftir stórsigur á heimamönnum frá Brasilíu, 7-1, í ótrúlegum fótboltaleik í Belo Horizonte á þriðjudagskvöldið. Úrslitaleikurinn, og mögulegur heimsmeistaratitill, verður kirsuberið ofan á kökuna fyrir Þjóðverja og uppbyggingu knattspyrnunnar þar í landi undanfarinn áratug. Þegar Jürgen Klinsmann tók við Þjóðverjum árið 2004 hófst mikil uppbygging þar sem til dæmis 20.000 grunnskólakennurum var kennt að þjálfa yngri flokka. Grasrótin var tekin algjörlega í gegn. Menntun knattspyrnuþjálfara var aukin og sett var í gang verkefni sem átti sér að skila titlum, jafnt í yngri flokkum sem og hjá A-landsliðinu á komandi árum.Hvorki Scott Noble (sitjandi) né Lee Cattermole hafa spilað A-landsleik fyrir England.vísir/gettySá hópur sem hefur haft hvað mest áhrif á þýska landsliðið eins og það er í dag er Evrópumeistaralið Þýskalands á U21 árs mótinu í Malmö í Svíþjóð árið 2009. Þar valtaði Þýskaland yfir England, 4-0, í úrslitaleik, en sex af leikmönnunum í byrjunarliði Þjóðverja í þeim leik voru í byrjunarliðinu gegn Brasilíu á þriðjudaginn á HM. Þetta eru þeir ManuelNeuer, BenediktHöwedes, JéromeBoateng, MatsHummels, SamiKhedira og MesutÖzil. Özil skoraði eitt af mörkunum fjórum í úrslitaleiknum og var valinn maður leiksins. Samtals hafa þessir sex strákar spilað 270 A-landsleiki, en þeir fimm sem eiga A-landsleiki úr byrjunarliði Englands í sama leik (MicahRichards, KieranGibbs, JamesMilner, AdamJohnson og TheoWalcott) hafa samtals spilað 110 landsleiki fyrir England. James Milner er eini Englendingurinn úr hópnum frá 2009 sem var með A-landsliðinu í Brasilíu, en taka skal þó fram að Theo Walcott hefði farið með væri hann ekki meiddur. Á sunnudaginn geta þessir sex Þjóðverjar orðið heimsmeistarar saman, fimm árum eftir að þeir urðu Evrópumeistarar U21 árs liða. Það er nokkuð merkilegt að halda svona hópi saman og til merkis um hversu vel uppbyggingin heppnaðist í Þýskalandi.
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Íslenski boltinn Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Sjá meira