Erlent

Tíu Palestínumenn féllu í nótt

Jakob Bjarnar skrifar
Palestínskir drengir forða sér frá heimilum sínum í morgun, með sitt hafurtask. Búist er við þungum loftárásum Ísraelsmanna í dag.
Palestínskir drengir forða sér frá heimilum sínum í morgun, með sitt hafurtask. Búist er við þungum loftárásum Ísraelsmanna í dag. ap
Ísraelar vöruðu þúsundir Palestínumanna í austur og norðurhluta Gasa við loftárásum og skipuðu þeim að yfirgefa heimili sín. Hundarað þúsund manns svöruðu kallinu og eru nú á vergangi.

Þessi viðvörun kom í kjölfar þess að vopnahléshugmyndir Egypta fóru út um þúfur. Ísraelstjórn hafði fallist á vopnahlé en Hamas-liðar töldu tillöguna fela í sér uppgjöf af sinni hálfu og þegar formlegt svar barst ekki af þeirra hálfu héldu Ísraelar loftárásum sínum áfram. Benjamin Netanyahu forsætisráðherra gaf út að hann ætti engan annan kost í stöðunni. Búast menn við þungum loftárásum í dag.

Palestínsk yfirvöld segja 204 hafa fallið í loftárásum Ísraelsmanna og BBC greinir frá því að tíu hafi fallið í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×