Erlent

Kínverjar fjarlægja umdeildan olíuborpall

Jakob Bjarnar skrifar
Hinn umdeildi olíuborpallur, sá fyrsti sinnar tegundar sem smíðaður er í Kína, sem verið hefur við neðansjávarboranir.
Hinn umdeildi olíuborpallur, sá fyrsti sinnar tegundar sem smíðaður er í Kína, sem verið hefur við neðansjávarboranir. ap
Kínverjar hafa nú gefið út að olíuborpallur, sem var við boranir úti fyrir ströndum Víetnam, og hefur orsakað meiriháttar milliríkjadeilur milli ríkjanna, hafi nú verið fjarlægður.

Í yfirlýsingu frá hinu opinbera kínverska ríkisolíufyrirtæki segir að nú verði unnið úr göngum sem olíuborpallurinn hefur aflað. Pallur hefur verið við störf síðan í maí og hefur það valdið mikilli reiði í Víetnam og uppþotum þar í landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×