Erlent

Fleiri hundruð grunaðir um barnaníð í Bretlandi

Atli Ísleifsson skrifar
Læknar, kennarar, skátaforingjar og fyrrum lögreglumenn eru á meðal hinna handteknu.
Læknar, kennarar, skátaforingjar og fyrrum lögreglumenn eru á meðal hinna handteknu. Vísir/AFP
Lögregluyfirvöld í Bretlandi hafa handtekið 660 grunaða barnaníðinga og fært rúmlega 400 börn í umsjá barnaverndaryfirvalda.

Á meðal hinna handteknu eru læknar, kennarar, skátaforingjar og fyrrum lögreglumenn en rannsókn yfirvalda hefur staðið yfir í rúma sex mánuði.

Lögregluembætti víðs vegar um Bretland kom að rannsókninni sem er sú stærsta sinnar tegundar í Bretlandi.

Í frétt Guardian kemur fram að 39 hinna handteknu hafi áður komið við sögu lögreglu vegna barnaníðs. Rannsóknin beindist upphaflega að fólki sem skoðaði klámfengnar myndir af börnum á netinu en vatt síðan upp á sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×