Farþegar Malaysian flugvélarinnar af mörgum þjóðernum Heimir Már Pétursson skrifar 17. júlí 2014 19:43 Tvö hundruð níutíu og fimm manns fórust þegar farþegaflugvél Malaysian flugfélagsins hrapaði skammt frá landamærum Úkraínu og Rússlands í dag. Talið er fullvíst að flugvélin hafi verið skotin niður. Tuttugu og sjö Hollendingar voru um borð í flugvélinni og að minnsta kosti 150 Kínverjar. Við vörum við myndum sem fylgja þessari frétt. Flugvélin sem var af gerðinni Boeing 777 var á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur þegar hún hvarf af ratsjá flugumferðarstjórnar í Úkraínu. Mailysian flugfélagið greindi fyrst frá þessu á Twitter síðu sinni um klukkan hálf fjögur í dag. Í fréttatilkynningu sem flugfélagið birti síðan á Twitter og á heimasíðu sinni klukkan tuttugu mínútur í fimm segir að samband við flugvélina hafi rofnað klukkan korter yfir tvö í dag þegar hún var í 10 kílómetra hæð um 50 kílómetra frá landamærum Rússlands og Úkraínu, skammt frá Donetsk héraði í austurhluta landsins. Sky fréttastofan segir af 280 farþegum hafi 27 verið frá Hollandi og að minnsta kosti 150 frá Kína. Og fullyrt era ð 23 farþeganna hafi verið frá bandaríkjunum. Flugvélin fór frá Schipol flugvelli í Amsterdam klukkan korter yfir tíu í morgun og var væntanleg til Kuala Lumpur upp úr klukkan tíu í kvöld. Auk farþeganna 280 var 15 manna áhöfn um borð í flugvélinni. Talið er fullvíst að flugvélin hafi verið skotin niður með BUK flugskeyti sem Rússar framleiða og úkraínski herinn hefur einnig yfir að ráða. Þá er talið fullvíst að uppreisnarmenn í austurhluta Úkraínu hafi einnig slík skeyti í vopnabúri sínu. Rússnesk stjórnvöld lýstu fljótlega yfir að þau bæru ekki ábyrgð á því að flugvélinni var grandað og úkraínska sjónvarpið fullyrti að uppreisnarmenn hefðu skotið flugskeytinu sem grandaði flugvélinni. Vegfarandi náði fyrstu myndunum af reyk frá braki flugvélarinnar en töluvert af því hefur fundist sem og líkamsleifar fólksins sem var um borð. Aðeins eru liðnir rúmir fjórir mánuðir frá því flugvél sömu tegundar, Boeing 777 frá Malaysian flugfélaginu á leið frá Kuala Lumpur hinn 8. mars, hvarf af ratsjá með 239 manns innanborðs og hefur ekkert til hennar spurst síðan. Mjög róstursamt hefur verið í austurhluta Úkraínu undanfarna mánuði og hafa uppreisnarmenn skotið niður flugvélar og þyrlur stjórnarhersins. Búið er að beina allri flugumferð frá átakasvæðinu eftir að flugvél Malaysian hrapaði í dag. MH17 Mest lesið Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð Innlent Fleiri fréttir Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Sjá meira
Tvö hundruð níutíu og fimm manns fórust þegar farþegaflugvél Malaysian flugfélagsins hrapaði skammt frá landamærum Úkraínu og Rússlands í dag. Talið er fullvíst að flugvélin hafi verið skotin niður. Tuttugu og sjö Hollendingar voru um borð í flugvélinni og að minnsta kosti 150 Kínverjar. Við vörum við myndum sem fylgja þessari frétt. Flugvélin sem var af gerðinni Boeing 777 var á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur þegar hún hvarf af ratsjá flugumferðarstjórnar í Úkraínu. Mailysian flugfélagið greindi fyrst frá þessu á Twitter síðu sinni um klukkan hálf fjögur í dag. Í fréttatilkynningu sem flugfélagið birti síðan á Twitter og á heimasíðu sinni klukkan tuttugu mínútur í fimm segir að samband við flugvélina hafi rofnað klukkan korter yfir tvö í dag þegar hún var í 10 kílómetra hæð um 50 kílómetra frá landamærum Rússlands og Úkraínu, skammt frá Donetsk héraði í austurhluta landsins. Sky fréttastofan segir af 280 farþegum hafi 27 verið frá Hollandi og að minnsta kosti 150 frá Kína. Og fullyrt era ð 23 farþeganna hafi verið frá bandaríkjunum. Flugvélin fór frá Schipol flugvelli í Amsterdam klukkan korter yfir tíu í morgun og var væntanleg til Kuala Lumpur upp úr klukkan tíu í kvöld. Auk farþeganna 280 var 15 manna áhöfn um borð í flugvélinni. Talið er fullvíst að flugvélin hafi verið skotin niður með BUK flugskeyti sem Rússar framleiða og úkraínski herinn hefur einnig yfir að ráða. Þá er talið fullvíst að uppreisnarmenn í austurhluta Úkraínu hafi einnig slík skeyti í vopnabúri sínu. Rússnesk stjórnvöld lýstu fljótlega yfir að þau bæru ekki ábyrgð á því að flugvélinni var grandað og úkraínska sjónvarpið fullyrti að uppreisnarmenn hefðu skotið flugskeytinu sem grandaði flugvélinni. Vegfarandi náði fyrstu myndunum af reyk frá braki flugvélarinnar en töluvert af því hefur fundist sem og líkamsleifar fólksins sem var um borð. Aðeins eru liðnir rúmir fjórir mánuðir frá því flugvél sömu tegundar, Boeing 777 frá Malaysian flugfélaginu á leið frá Kuala Lumpur hinn 8. mars, hvarf af ratsjá með 239 manns innanborðs og hefur ekkert til hennar spurst síðan. Mjög róstursamt hefur verið í austurhluta Úkraínu undanfarna mánuði og hafa uppreisnarmenn skotið niður flugvélar og þyrlur stjórnarhersins. Búið er að beina allri flugumferð frá átakasvæðinu eftir að flugvél Malaysian hrapaði í dag.
MH17 Mest lesið Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð Innlent Fleiri fréttir Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Sjá meira