Þjóðarsorg í Hollandi Atli Ísleifsson skrifar 18. júlí 2014 10:42 173 af 298 farþegum MH17-vélarinnar voru Hollendingar. Vísir/AFP Þjóðarsorg ríkir nú í Hollandi eftir að 173 Hollendingar hið minnsta létust þegar MH17-vél Malaysia Airlines var skotin niður í austurhluta Úkraínu um miðjan dag í gær. Forsætisráðherra Hollands fyrirskipaði að flaggað yrði í hálfa stöng á öllum opinberum byggingum í dag vegna atviksins sem hann kallaði mestu hörmungar í sögu hollenskrar flugsögu. Gerðar hafa verið breytingar á sjónvarpsútsendingum vegna atburðarins og umfang viðburða til að marka lok Nijmegen-göngunnar hefur verið minnkað í virðingarskyni. Þessi alþjóðlega ganga stendur yfir í fjóra daga, er rúmlega 200 kílómetra löng og er gengið um fimmtíu kílómetra daglega. Þátttakendur eru um 40 þúsund og gangan því sú stærsta sinnar tegundar í heimi. Þá hefur árlegri sumarljósmyndatöku konungsfjölskyldunnar verið aflýst. Vél flugfélagsins var á leið frá Schiphol-flugvelli í Amsterdam til Kuala Lumpur í Malasíu en var skotin niður þegar henni var flogið yfir átakasvæði í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar kljást við úkraínska stjórnarherinn. Mark Rutte forsætisráðherra sagði þetta vera „svartan dag“ í sögu Hollands. „Allir Hollendingar syrgja. Þessi fallegi sumardagur lýkur á versta mögulega hátt,“ sagði Rutte þegar hann ræddi við fréttamenn á Schiphol síðdegis í gær. Á fréttavef Reuters segir að fleiri hundruð manna hafi skilið eftir blómvendi fyrir utan hollenska sendiráðið í Kíev, höfuðborg Úkraínu. MH17 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Þjóðarsorg ríkir nú í Hollandi eftir að 173 Hollendingar hið minnsta létust þegar MH17-vél Malaysia Airlines var skotin niður í austurhluta Úkraínu um miðjan dag í gær. Forsætisráðherra Hollands fyrirskipaði að flaggað yrði í hálfa stöng á öllum opinberum byggingum í dag vegna atviksins sem hann kallaði mestu hörmungar í sögu hollenskrar flugsögu. Gerðar hafa verið breytingar á sjónvarpsútsendingum vegna atburðarins og umfang viðburða til að marka lok Nijmegen-göngunnar hefur verið minnkað í virðingarskyni. Þessi alþjóðlega ganga stendur yfir í fjóra daga, er rúmlega 200 kílómetra löng og er gengið um fimmtíu kílómetra daglega. Þátttakendur eru um 40 þúsund og gangan því sú stærsta sinnar tegundar í heimi. Þá hefur árlegri sumarljósmyndatöku konungsfjölskyldunnar verið aflýst. Vél flugfélagsins var á leið frá Schiphol-flugvelli í Amsterdam til Kuala Lumpur í Malasíu en var skotin niður þegar henni var flogið yfir átakasvæði í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar kljást við úkraínska stjórnarherinn. Mark Rutte forsætisráðherra sagði þetta vera „svartan dag“ í sögu Hollands. „Allir Hollendingar syrgja. Þessi fallegi sumardagur lýkur á versta mögulega hátt,“ sagði Rutte þegar hann ræddi við fréttamenn á Schiphol síðdegis í gær. Á fréttavef Reuters segir að fleiri hundruð manna hafi skilið eftir blómvendi fyrir utan hollenska sendiráðið í Kíev, höfuðborg Úkraínu.
MH17 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira