Innlent

Fiskistofa flutt á Akureyri

Kjartan Atli Kjartansson og Sveinn Arnarsson skrifa
Fiskistofa hefur verið flutt á Akureyri.
Fiskistofa hefur verið flutt á Akureyri.

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherrra tilkynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun að Fiskistofa yrði flutt norður á Akureyri. Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði.

Á vef Fiskistofu kemur fram að stofnunin annast stjórnsýsluverkefni á sviði sjávarútvegsmála, lax- og silungsveiði, fiskræktar, fiskeldis, hvalveiða o.fl. Hlutverk Fiskistofu er jafnframt að safna upplýsingum um framangreinda málaflokka. Höfuðstöðvar Fiskistofu hafa verið í Hafnarfirði frá árinu 2005. Starfsstöðvar eru víða um land; í Vestmannaeyjum, á Stykkishólmi, á Ísafirði og Höfn í Hornarfiði. Einnig hefur starfsstöð verið rekin á Akureyri. Áður en höfuðstöðvarnar voru fluttar í Hafnarfjörð var stofnunin til húsa í Höfn við Ingólfsstræti frá árinu 1992. Árni Mathiessen var sjávarútvegsráðherra þegar Fiskistofa var flutt í Hafnarfjörð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.