„Starfsöryggi fjölda annarra starfsmanna opinberra stofnana sé nú þegar að engu orðið" Stefán Árni Pálsson skrifar 30. júní 2014 16:24 visir/pjetur Starfsfólk Fiskistofu hefur sent frá sér yfirlýsingu um áform ríkisstjórnarinnar að flytja stofnunina til Akureyrar. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra tilkynnti á ríkisstjórnarfundi á föstudaginn að Fiskistofa yrði flutt norður á Akureyri. Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu. „Ég efast um að einhver fari norður,“ segir starfsmaðurinn sem ræddi við Vísi fyrir helgi. Honum var mikið niðri fyrir vegna tíðindanna en flestir starfsmenn höfðu haldið heim frá vinnu í áfalli. „Starfsfólk Fiskistofu mótmælir harðlega áformum ríkisstjórnarinnar, sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kunngjörði fyrirvaralaust s.l. föstudag, um flutning stofnunarinnar til Akureyrar. Ljóst er að ákvörðun af þessu tagi hefur alvarlegar afleiðingar á afkomu fjölskyldna a.m.k. 62 starfsmanna, þar sem eru makar, börn og í ýmsum tilvikum aðrir nákomnir ættingjar,“ segir í yfirlýsingunni. Fram kemur í yfirlýsingunni að um sé að ræða bein áhrif á lífsviðurværi mörg hundruð manns. „Óhætt er að gagnrýna vinnubrögð stjórnvalda við þá aðferðafræði leifturárásar sem beitt var við kynningu ákvörðunarinnar, sem birtist starfsmönnum eins og þruma úr heiðskíru lofti. Í kjölfarið upplifa margir í senn vanlíðan og lítilsvirðingu við störf sín og fagþekkingu. Engin rök eru enn fram komin sem hníga til þess að ná megi fram fjárhagslegum ávinningi, eða hagræðingu með flutningi stofnunarinnar.“ Starfsmenn Fiskistofu telja þvert á móti megi búast við að kostnaður við flutningana geti verið mun meiri en láti er í veðri vaka skipt. „Sá mannauður sem stofnunin býr yfir virðist jafnframt einskis metinn. Á starfsmannafundi í morgun kom fram að enginn starfsmanna hefur lýst því yfir að hann hyggist flytjast búferlum og fylgja stofnuninni norður. Því blasir við að vonir ráðamanna þar um eru þegar að engu orðnar og ljóst að þeir þurfa að horfast í augu við það. Komið hefur fram að verulegur vafi kunni leika á því hvort flutningur stofnunarinnar megi verða, án sérstakar heimildar í lögum.“ Þess sé að vænta að ekki muni standa á starfsmönnum stofnunarinnar að verja sinn rétt í þeim efnum. „Forsætisráðherra hefur lýst því yfir í fjölmiðlum að til skoðunar sé að flytja fleiri stofnanir út á land. Má af því ráða að starfsöryggi fjölda annarra starfsmanna opinberra stofnana sé nú þegar að engu orðið, heldur háð geðþóttaákvörðunum valdamanna, sem minna fremur á vinnubrögð í alræðisríkjum, en það sem við væri að búast í nútímalegu lýðræðislegu samfélagi.“ Tengdar fréttir Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30 „Í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti Akureyringum í hádeginu að Fiskistofa yrði flutt þangað. Hjá henni starfa 70 manns og þykir þetta mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 15:46 „Ég efast um að einhver fari norður“ „Það tekur þessu enginn vel. Þetta var bara köld vatnsgusa í andlitið. Við lítum á þetta sem ígildi fjöldauppsagna,“ segir reynslumikill starfsmaður hjá Fiskistofu. 27. júní 2014 15:38 Telur ákvörðun um flutning Fiskistofu ólögmæta Ragnar H. Hall segir sjávarútvegsráðherra skorta lagaheimild til að flytja ríkisstofnun til Akureyrar. Stjórnsýslufræðingur telur ákvörðunina illa ígrundaða. 29. júní 2014 19:30 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira
Starfsfólk Fiskistofu hefur sent frá sér yfirlýsingu um áform ríkisstjórnarinnar að flytja stofnunina til Akureyrar. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra tilkynnti á ríkisstjórnarfundi á föstudaginn að Fiskistofa yrði flutt norður á Akureyri. Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu. „Ég efast um að einhver fari norður,“ segir starfsmaðurinn sem ræddi við Vísi fyrir helgi. Honum var mikið niðri fyrir vegna tíðindanna en flestir starfsmenn höfðu haldið heim frá vinnu í áfalli. „Starfsfólk Fiskistofu mótmælir harðlega áformum ríkisstjórnarinnar, sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kunngjörði fyrirvaralaust s.l. föstudag, um flutning stofnunarinnar til Akureyrar. Ljóst er að ákvörðun af þessu tagi hefur alvarlegar afleiðingar á afkomu fjölskyldna a.m.k. 62 starfsmanna, þar sem eru makar, börn og í ýmsum tilvikum aðrir nákomnir ættingjar,“ segir í yfirlýsingunni. Fram kemur í yfirlýsingunni að um sé að ræða bein áhrif á lífsviðurværi mörg hundruð manns. „Óhætt er að gagnrýna vinnubrögð stjórnvalda við þá aðferðafræði leifturárásar sem beitt var við kynningu ákvörðunarinnar, sem birtist starfsmönnum eins og þruma úr heiðskíru lofti. Í kjölfarið upplifa margir í senn vanlíðan og lítilsvirðingu við störf sín og fagþekkingu. Engin rök eru enn fram komin sem hníga til þess að ná megi fram fjárhagslegum ávinningi, eða hagræðingu með flutningi stofnunarinnar.“ Starfsmenn Fiskistofu telja þvert á móti megi búast við að kostnaður við flutningana geti verið mun meiri en láti er í veðri vaka skipt. „Sá mannauður sem stofnunin býr yfir virðist jafnframt einskis metinn. Á starfsmannafundi í morgun kom fram að enginn starfsmanna hefur lýst því yfir að hann hyggist flytjast búferlum og fylgja stofnuninni norður. Því blasir við að vonir ráðamanna þar um eru þegar að engu orðnar og ljóst að þeir þurfa að horfast í augu við það. Komið hefur fram að verulegur vafi kunni leika á því hvort flutningur stofnunarinnar megi verða, án sérstakar heimildar í lögum.“ Þess sé að vænta að ekki muni standa á starfsmönnum stofnunarinnar að verja sinn rétt í þeim efnum. „Forsætisráðherra hefur lýst því yfir í fjölmiðlum að til skoðunar sé að flytja fleiri stofnanir út á land. Má af því ráða að starfsöryggi fjölda annarra starfsmanna opinberra stofnana sé nú þegar að engu orðið, heldur háð geðþóttaákvörðunum valdamanna, sem minna fremur á vinnubrögð í alræðisríkjum, en það sem við væri að búast í nútímalegu lýðræðislegu samfélagi.“
Tengdar fréttir Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30 „Í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti Akureyringum í hádeginu að Fiskistofa yrði flutt þangað. Hjá henni starfa 70 manns og þykir þetta mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 15:46 „Ég efast um að einhver fari norður“ „Það tekur þessu enginn vel. Þetta var bara köld vatnsgusa í andlitið. Við lítum á þetta sem ígildi fjöldauppsagna,“ segir reynslumikill starfsmaður hjá Fiskistofu. 27. júní 2014 15:38 Telur ákvörðun um flutning Fiskistofu ólögmæta Ragnar H. Hall segir sjávarútvegsráðherra skorta lagaheimild til að flytja ríkisstofnun til Akureyrar. Stjórnsýslufræðingur telur ákvörðunina illa ígrundaða. 29. júní 2014 19:30 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira
Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30
„Í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti Akureyringum í hádeginu að Fiskistofa yrði flutt þangað. Hjá henni starfa 70 manns og þykir þetta mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 15:46
„Ég efast um að einhver fari norður“ „Það tekur þessu enginn vel. Þetta var bara köld vatnsgusa í andlitið. Við lítum á þetta sem ígildi fjöldauppsagna,“ segir reynslumikill starfsmaður hjá Fiskistofu. 27. júní 2014 15:38
Telur ákvörðun um flutning Fiskistofu ólögmæta Ragnar H. Hall segir sjávarútvegsráðherra skorta lagaheimild til að flytja ríkisstofnun til Akureyrar. Stjórnsýslufræðingur telur ákvörðunina illa ígrundaða. 29. júní 2014 19:30