Kvenréttindafélag Íslands krefst fleiri lögreglukvenna Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. júlí 2014 14:50 VISIR/VILHELM Kvenréttindafélag Íslands skorar á embætti ríkislögreglustjóra að fjölga konum innan lögreglunnar, sérstaklega í yfirmannsstöður. Þrír karlmenn voru ráðnir í embætti yfirlögregluþjóna hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu líkt og Vísir hefur fjallað um. Þrátt fyrir það sóttu mjög hæfar konur um stöðurnar að sögn Eyrúnar Eyþórsdóttur, fulltrúa hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í áskoruninni sem Kvenréttindafélagið sendi á fjölmiðla segir að það halli undir konur á öllum sviðum innan lögreglunnar og að fæð kvenna í æðstu embættum lögreglunnar „sé sláandi.“ Í upphafi þessa árs gegndu 23 karlar stöðu yfirlögregluþjóns á landinu, en engin kona. 21 karl er aðstoðaryfirlögregluþjónn, en tvær konur. Konur eru aðeins um 12.6% starfandi lögreglumanna, en hlutfall þeirra af brautskráðum nemendum úr Lögregluskólanum er mun hærra. "Skýringin er tvíþætt; konur sem útskrifast úr Lögregluskólanum ráðast síður til starfa innan lögregluembætta landsins en bekkjarbræður þeirra, og þær sem ráðnar eru til löggæslustarfa eru líklegri til að hverfa úr starfi en karlkyns samstarfsmenn þeirra," eins og tíundað er í áskoruninni. Í henni er einnig vísað til skýrslu sem kynnt var í októer í fyrra um vinnumenningu innan lögreglunnar sem Finnborg Salome Steinþórsdóttir vann í samvinnu við embætti ríkislögreglustjóra og Háskóla Íslands. Niðurstöður þessarar skýrslu benda til að gjörbreyta þurfi starfi og skipulagningu lögregluembættanna á Íslandi. Þar kom í ljós að tæplega þriðjungur kvenna í lögreglunni hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni í starfi sínu eða í tengslum við starf sitt hjá lögreglunni. Áreitnin var af hálfu samstarfsmanna, yfirmanna, undirmanna og utanaðkomandi aðila. Í skýrslunni, sem byggð er á könnunum og viðtölum við lögreglumenn, kemur einnig fram að konur telja sig ekki hafa aðgengi að efstu starfsstigum lögreglunnar, og að þær séu af samstarfsmönnum sínum taldar síður hæfar til lögreglustarfa en karlar. Hægt er að lesa skýrsluna í fullri lengd hér. Í áskorunni segir einnig: „Ísland er það land í heimi þar sem jafnrétti kynja er talið hvað mest og er efst á lista Alþjóðaviðskiptaráðsins (World Economic Forum) yfir þau ríki heims þar sem bil á milli kynjanna er minnst. Á Íslandi er jafnrétti kynjanna vel tryggt í lögum. Engu að síður er aðstöðumunur kynjanna enn mikill hér á landi og dæmi um þann mun er að þegar borgarar eiga samskipti við verði laganna, þá mæta þeim nánast eingöngu karlmenn“ Kvenréttindafélag Íslands krefst þess í lok áskorunarinnar að yfirvöld og embætti ríkislögreglustjóra beiti sér skilvirkt og einbeitt að því að fjölga konum innan lögreglunnar, að fjölga konum innan efstu starfsstiga lögreglunnar, og að því að bæta starfsskilyrði kvenna og karla innan lögreglunnar svo allir lögreglumenn geti starfað óhultir frá einelti og áreitni samstarfsmanna sinna. Tengdar fréttir Eygló fundar í Svíþjóð um karllæg viðhorf innan lögreglu Leitað er lausna hvernig breyta eigi karllægum viðhorfum. 2. júlí 2014 10:17 Konur sóttu um en karlarnir metnir hæfari Þrír karlar voru nýlega ráðnir í yfirmannsstöður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglukona segist vilja trúa því að lögreglan sé ærleg í ráðningum en hún sé full vantrausts. Hún viti um mjög hæfar konur sem hafi sótt um stöðurnar. 2. júlí 2014 07:00 Þrír nýir aðstoðaryfirlögregluþjónar Ásgeir Þór Ásgeirsson, Jóhann Karl Þórisson og Margeir Sveinsson eru nýir aðstoðaryfirlögregluþjónar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en setning þeirra í embætti er til eins árs. 1. júlí 2014 14:11 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Kvenréttindafélag Íslands skorar á embætti ríkislögreglustjóra að fjölga konum innan lögreglunnar, sérstaklega í yfirmannsstöður. Þrír karlmenn voru ráðnir í embætti yfirlögregluþjóna hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu líkt og Vísir hefur fjallað um. Þrátt fyrir það sóttu mjög hæfar konur um stöðurnar að sögn Eyrúnar Eyþórsdóttur, fulltrúa hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í áskoruninni sem Kvenréttindafélagið sendi á fjölmiðla segir að það halli undir konur á öllum sviðum innan lögreglunnar og að fæð kvenna í æðstu embættum lögreglunnar „sé sláandi.“ Í upphafi þessa árs gegndu 23 karlar stöðu yfirlögregluþjóns á landinu, en engin kona. 21 karl er aðstoðaryfirlögregluþjónn, en tvær konur. Konur eru aðeins um 12.6% starfandi lögreglumanna, en hlutfall þeirra af brautskráðum nemendum úr Lögregluskólanum er mun hærra. "Skýringin er tvíþætt; konur sem útskrifast úr Lögregluskólanum ráðast síður til starfa innan lögregluembætta landsins en bekkjarbræður þeirra, og þær sem ráðnar eru til löggæslustarfa eru líklegri til að hverfa úr starfi en karlkyns samstarfsmenn þeirra," eins og tíundað er í áskoruninni. Í henni er einnig vísað til skýrslu sem kynnt var í októer í fyrra um vinnumenningu innan lögreglunnar sem Finnborg Salome Steinþórsdóttir vann í samvinnu við embætti ríkislögreglustjóra og Háskóla Íslands. Niðurstöður þessarar skýrslu benda til að gjörbreyta þurfi starfi og skipulagningu lögregluembættanna á Íslandi. Þar kom í ljós að tæplega þriðjungur kvenna í lögreglunni hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni í starfi sínu eða í tengslum við starf sitt hjá lögreglunni. Áreitnin var af hálfu samstarfsmanna, yfirmanna, undirmanna og utanaðkomandi aðila. Í skýrslunni, sem byggð er á könnunum og viðtölum við lögreglumenn, kemur einnig fram að konur telja sig ekki hafa aðgengi að efstu starfsstigum lögreglunnar, og að þær séu af samstarfsmönnum sínum taldar síður hæfar til lögreglustarfa en karlar. Hægt er að lesa skýrsluna í fullri lengd hér. Í áskorunni segir einnig: „Ísland er það land í heimi þar sem jafnrétti kynja er talið hvað mest og er efst á lista Alþjóðaviðskiptaráðsins (World Economic Forum) yfir þau ríki heims þar sem bil á milli kynjanna er minnst. Á Íslandi er jafnrétti kynjanna vel tryggt í lögum. Engu að síður er aðstöðumunur kynjanna enn mikill hér á landi og dæmi um þann mun er að þegar borgarar eiga samskipti við verði laganna, þá mæta þeim nánast eingöngu karlmenn“ Kvenréttindafélag Íslands krefst þess í lok áskorunarinnar að yfirvöld og embætti ríkislögreglustjóra beiti sér skilvirkt og einbeitt að því að fjölga konum innan lögreglunnar, að fjölga konum innan efstu starfsstiga lögreglunnar, og að því að bæta starfsskilyrði kvenna og karla innan lögreglunnar svo allir lögreglumenn geti starfað óhultir frá einelti og áreitni samstarfsmanna sinna.
Tengdar fréttir Eygló fundar í Svíþjóð um karllæg viðhorf innan lögreglu Leitað er lausna hvernig breyta eigi karllægum viðhorfum. 2. júlí 2014 10:17 Konur sóttu um en karlarnir metnir hæfari Þrír karlar voru nýlega ráðnir í yfirmannsstöður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglukona segist vilja trúa því að lögreglan sé ærleg í ráðningum en hún sé full vantrausts. Hún viti um mjög hæfar konur sem hafi sótt um stöðurnar. 2. júlí 2014 07:00 Þrír nýir aðstoðaryfirlögregluþjónar Ásgeir Þór Ásgeirsson, Jóhann Karl Þórisson og Margeir Sveinsson eru nýir aðstoðaryfirlögregluþjónar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en setning þeirra í embætti er til eins árs. 1. júlí 2014 14:11 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Eygló fundar í Svíþjóð um karllæg viðhorf innan lögreglu Leitað er lausna hvernig breyta eigi karllægum viðhorfum. 2. júlí 2014 10:17
Konur sóttu um en karlarnir metnir hæfari Þrír karlar voru nýlega ráðnir í yfirmannsstöður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglukona segist vilja trúa því að lögreglan sé ærleg í ráðningum en hún sé full vantrausts. Hún viti um mjög hæfar konur sem hafi sótt um stöðurnar. 2. júlí 2014 07:00
Þrír nýir aðstoðaryfirlögregluþjónar Ásgeir Þór Ásgeirsson, Jóhann Karl Þórisson og Margeir Sveinsson eru nýir aðstoðaryfirlögregluþjónar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en setning þeirra í embætti er til eins árs. 1. júlí 2014 14:11