Erlent

Sarkozy vísar ásökunum á bug

Jakob Bjarnar skrifar
Sarkozy yfirgefur heimili sitt í París í gær.
Sarkozy yfirgefur heimili sitt í París í gær. ap
Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, vísar málatilbúnaði á hendur sér alfarið á bug.

Sarkozy hefur verið ákærður sakaður um margvíslega spillingu, var hafður í haldi lögreglu og mátti sæta yfirheyrslu sem stóð í 17 tíma. Þetta er í fyrsta skipti sem fyrrum leiðtogi Frakka má sæta slíkri meðferð. Sarkozy, sem stefndi á að bjóða sig fram til forseta árið 2017 hélt því fram í sjónvarpsviðtali að hið opinbera væri misnotað í pólitískum hráskinnaleik; atburðarásin væri hönnuð til að skaða orðspor sitt.


Tengdar fréttir

Sarkozy stendur í ströngu

Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, hefur verið ákærður fyrir spillingu.

Sarkozy í varðhaldi

Nicolas Sarkozy fyrrverandi forseti Frakklands var í morgun færður til yfirheyrslu af lögreglu vegna gruns um spillingu þegar hann gegndi forsetaembættinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×