Erlent

Sarkozy í varðhaldi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Þetta mun vera í fyrsta sinn sem fyrrverandi forseti Frakklands er handtekinn af lögreglu.
Þetta mun vera í fyrsta sinn sem fyrrverandi forseti Frakklands er handtekinn af lögreglu.
Nicolas Sarkozy fyrrverandi forseti Frakklands var í morgun færður til yfirheyrslu af lögreglu vegna gruns um spillingu þegar hann gegndi forsetaembættinu.

Þessar fregnir eru sagðar koma honum afar illa en búist hefur verið við því að hann reyni að ná kjöri á ný árið 2017. Málið snýst um hvort Sarkozy hafi lofað háttsettum dómara virta stöðu í smáríkinu Monaco, ef dómarinn léti honum ákveðnar upplýsingar í té sem snertu mögulega rannsókn á fjármálum forsetans í kosningabaráttunni árið 2007. Dómarinn hefur einnig verið hnepptur í varðhald og sama er að segja um lögmann Sarkozys.

Þetta mun vera í fyrsta sinn sem fyrrverandi forseti Frakklands er handtekinn af lögreglu. Samkvæmt frönskum lögum getur lögregla haldið Sarkozy í sólarhring hið minnsta og framlengt varðhaldið um sólarhring eftir það, áður en dómari þarf að taka málið fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×