Erlent

Íslendingur dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir morð í Noregi

Atli Ísleifsson skrifar
Helge Dahle, útvarpsmaðurinn sem lét lífið af völdum hnífsstungna.
Helge Dahle, útvarpsmaðurinn sem lét lífið af völdum hnífsstungna.
Héraðsdómur í Kristiansand í Noregi dæmdi í dag fertugan Íslending í ellefu ára fangelsi vegna morðsins á Helge Dahle, fimmtugum útvarpsmanni, í gleðskap í heimahúsi í Valle þann 26. maí á síðasta ári. Frá þessu er greint í norskum miðlum.

Íslendingurinn játaði að hafa stungið Dahle þrívegis í bakið og einu sinni í bringuna með pylsuhníf með þeim afleiðingum að hann lést.

Dahle reyndi að stöðva Íslendinginn sem var í stimpingum við annan mann, með því að sparka í höfuð hans. Réðst Íslendingurinn á Dahle í kjölfarið. Íslendingurinn býr í Grimstad og hefur verið búsettur í Noregi síðan 2005. Saksóknari fór fram á tólf ára dóm yfir Íslendingnum. Á vef DV kemur fram að maðurinn heiti Ámundi Jóhannsson.


Tengdar fréttir

Vitni í morðmálinu: "Við höfðum það notalegt allt kvöldið"

Milljarðarmæringurinn Knut-Axel Ugland er aðalvitnið í morðmálinu þar sem íslenskur karlmaður er grunaður um að hafa orðið útvarpsmanninum Helge Dahle að bana í Valle í Setedal í Noregi aðfaranótt sunnudags. "Við höfðum það notalegt allt kvöldið," segir Ugland.

Íslendingur í Noregi játar morð

Íslendingurinn sem talið var að hefði myrt þekktan útvarpsmann í Noregi hefur játað á sig morðið. Hann stakk fórnarlambið með pylsuhníf í eigu milljarðamærings en sá er jafnframt lykilvitni í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×