Erlent

Stjórnarherinn í Úkraínu ræðst gegn uppreisnarmönnum

Jakob Bjarnar skrifar
Móðir og sonur hennar mótmæla í Donetsk í gær.
Móðir og sonur hennar mótmæla í Donetsk í gær. ap
Úkraínsk stjórnvöld segjast hafa verið tilneydd til að endurheimta tvær borgir úr höndum uppreisnarmanna, sem hliðhollir eru Rússlandi.

Vefsíða Petro Proshenko forseta greinir frá því að þjóðarfáni Úkraínu hafi verið endurreistur í borgunum Artemivs og Druzhkivka. Þetta er degi eftir að stjórnvöld tóku aftur völdin af uppreisnarmönnum í Sloviansk. Meðan þessu fer fram hafa þúsundir manna, sem styðja Rússa, komið saman til mótmæla í höfuðstað svæðisins, Donetsk, til stuðnings uppreisnarmönnum. Þar hefur verið ráðist á fangelsi staðarins og gerð tilraun til að ræna vopnum sem þar eru talin vera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×