Erlent

Ítalskt fjallaþorp til sölu á 38 milljónir króna

Atli Ísleifsson skrifar
Endurgera þarf flestöll húsin en hreint fjallaloftið og magnað útsýnið gerir fjallaþorpið Borgata Calsazio mögulega að vænlegum fjárfestingakosti.
Endurgera þarf flestöll húsin en hreint fjallaloftið og magnað útsýnið gerir fjallaþorpið Borgata Calsazio mögulega að vænlegum fjárfestingakosti. Mynd/eBay
Ítalska fjallaþorpið Borgata Calsazio er nú til sölu í heilu lagi á eBay og er falt á um 38 milljónir íslenskra króna. Fjórtán hús mynda bæinn og telja herbergin um fimmtíu. Bæinn er að finna norður af Tórínó við rætur fjallsins Gran Paradiso. 



Mikið viðgerðarstarf er þó framundan enda sum húsin að hruni komin. Á eBay segir þó að kaupandi sé skuldbundinn til að verja sparnaði sínum að endurgera hús bæjarins sem eru bæði úr timbri og steini. Á vef Independent segir að bærinn bjóði íbúum upp á fallegt útsýni, hreint alpaloft og er í auglýsingunni álitinn ákjósanlegur staður til „að búa, hefja viðskiptastarfsemi eða opna veitingastað fyrir ferðamenn“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×