Íslenski boltinn

Bið Eyjamanna og Blika lengist | Öll úrslit kvöldsins

Árni Vilhjálmsson var blóðugur eftir viðskipti sín við Igor Taskovic. Igor Taskovic fékk rautt spjald.
Árni Vilhjálmsson var blóðugur eftir viðskipti sín við Igor Taskovic. Igor Taskovic fékk rautt spjald. Vísir/Daníel
KR sneri taflinu við eftir að hafa lent 0-2 undir gegn ÍBV í Vestmannaeyjum í dag. Gary Martin skoraði sigurmark KR á lokamínútu venjulegs leiktíma.

JonathannGlenn og Víðir Þorvarðarson skoruðu með stuttu millibili í fyrri hálfleik en Gary minnkaði muninn í uppbótartíma í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik jafnaði Kjartan Henry Finnbogason metin áður en Gary tryggði gestunum stigin þrjú. Gríðarlega svekkjandi fyrir Vestmannaeyinga sem eru enn sigurlausir í botnbaráttunni.

Keflavík vann öruggan sigur á Fylki í Lautinni í kvöld. Gestirnir úr Keflavík komust í 3-0 í fyrri hálfleik og um leið og Fylkismenn minnkuðu muninn í seinni hálfleik bætti Magnús Sverrir Þorsteinsson við öðru marki sínu í leiknum. Öruggur sigur Keflavíkinga staðreynd þrátt fyrir að Elís Rafn Björnsson hafi lagað stöðuna fyrir Fylkismenn undir lok leiksins.

Stjarnan skaust á toppinn eftir að Garðar Jóhannsson skoraði sigurmark Stjörnumanna með seinustu spyrnu leiksins. Nýliðar Fjölnis virtust ætla að ná í stig í Garðabænum eftir að Bergsveinn Ólafsson jafnaði metin í upphafi seinni hálfleiks en Garðar tryggði Garðbæingum stigin þrjú.

Gott gengi Víkinga heldur áfram en liðið vann nauman sigur á lánslausum Blikum í kvöld þrátt fyrir að hafa fengið tvö rauð spjöld í seinni hálfleik. Pape Mamadou Faye skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik fengu Arnþór Ingi Kristinsson og Igor Taskovic báðir rautt spjald undir lok leiksins. Blikum tókst hinsvegar ekki að nýta sér liðsmuninn og lauk leiknum því með 1-0 sigri heimamanna í Víkinni.

Þá tryggði Haukur Páll Sigurðsson Valsliðinu þrjú stig fyrir norðan í 1-0 sigri á Þór. Sigurmarkið kom í fyrri hálfleik en Haukur Páll þurfti að fara af velli vegna meiðsla í seinni hálfleik.

Nánari umfjöllun, viðtöl og einkunnir úr leikjum kvöldsins má sjá hér fyrir neðan


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×