Íslendingar verði að taka hvalveiðar til endurskoðunar 22. júní 2014 16:04 vísir/anton Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að Íslendingar verði að taka hvalveiðar til endurskoðunar og meta hver ávinningur þjóðarbúsins af þeim er í raun og veru. Hún segir samanburð fjármálaráðherra á hvalveiðum Íslendinga og dauðarefsingum í Bandaríkjunum ekki eiga erindi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gagnrýndi ákvörðun Bandaríkjamanna að bjóða ekki Íslendingum að vera þátttakandi á Our Ocean hafráðstefnunni sem fram fór í vikunni vegna þeirra hvalveiða sem stundaðar við Íslandsstrendur. Í pistli sem Bjarni ritaði á samfélagsmiðilinn Facebook heldur hann því fram að það sé eitthvað verulega bogið við alla umræðu varðandi hugsanlegar viðskiptaþvinganir Bandaríkjamanna vegna hvalveiða Íslendinga þegar á sama tíma berast fréttir af mistökum við aflífun fólks í kjölfar dauðadóms í Bandaríkjunum.Bjarni Benediktsson.vísir/daníel„Ef að hvalveiðar Íslendingar eiga að hafa þau áhrif að dregið verði úr samskiptum við Íslendinga eins og forseti Bandaríkjanna hefur látið skína í þá spyr ég. Hvers vegna ættum við að láta samskipti þjóðanna ráðast af þessu máli einu og sér? Við Íslendingar höfum svo sem næg tækifæri til að taka upp ýmis önnur málefnasvið og spyrja okkur hvort að ekki sé tilefni til að ræða þau í tengslum við samskipti þjóðanna. Þar mætti nefna efst á blaði dauðarefsingar og hvernig þær eru framkvæmdar í Bandaríkjunum. Að þær skuli yfir höfuð vera leyfðar samkvæmt lögum,“ sagði Bjarni Benediktsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 á fimmtudag. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir hvalveiðar Íslendinga ekki vera sambærilegar við dauðarefsingar Bandaríkjamanna. „Mér finnst hins vegar að Íslendingar þurfi að taka sínar hvalveiðar til endurskoðunar og hver nákvæmlega ávinningur þjóðarbúsins til að mynda af hvalveiðum er þar sem þetta kjöt hefur ekki verið að seljast vel og líka ýmsar spurningar um umhverfis- og mannúðarsjónarmið hvernig hvalir eru veiddir. Þannig að ég hefði talið betra að við tækjum þau mál þá bara til umræðu fremur en að vera að setja þetta í einhvern samanburð við dauðarefsingar Bandaríkjamanna ,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Katrín kveðst hafa sterkar skoðanir á dauðarefsingum Bandaríkjamanna og finnst í góðu lagi að íslensk stjórnvöld gagnrýni þær. Þessi tvö mál séu hins vegar ekki sambærileg. Hún telur brýnt að opin umræða fari fram hér á landi um hvalveiðar. „Við þurfum að setja þessi mál á dagskrá og velta því fyrir okkur hvort við séum sátt við þetta. Í ljósi þess að efnahagslegur ávinningur er ekki mikill, að ýmsir hafa gert miklar athugasemdir við það hvernig dýrin eru drepin og annað þá held ég að það væri okkur hollt að taka þá umræðu hér heima.“ Tengdar fréttir Íslandi ekki boðið vegna hvalveiða "Ég tel að þetta sé lang alvarlegasta aðgerðin sem Bandaríkjamenn hafa gripið til í sinni baráttu við hvalveiðum Íslendinga." 11. júní 2014 21:39 Bjarna misbýður framkoma Bandaríkjamanna Formaður Sjálfstæðisflokksins neitar því að hann hafi borið saman hvalveiðar og dauðadóma. 19. júní 2014 20:00 Bjarni svarar Bandaríkja-mönnum fullum hálsi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir Bandaríkjamenn ekki hafa nein efni á að segja öðrum fyrir í siðferðilegum álitaefnum og virðist ekki vilja að gefa tommu eftir hvað varðar hvalveiðar. 19. júní 2014 11:30 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að Íslendingar verði að taka hvalveiðar til endurskoðunar og meta hver ávinningur þjóðarbúsins af þeim er í raun og veru. Hún segir samanburð fjármálaráðherra á hvalveiðum Íslendinga og dauðarefsingum í Bandaríkjunum ekki eiga erindi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gagnrýndi ákvörðun Bandaríkjamanna að bjóða ekki Íslendingum að vera þátttakandi á Our Ocean hafráðstefnunni sem fram fór í vikunni vegna þeirra hvalveiða sem stundaðar við Íslandsstrendur. Í pistli sem Bjarni ritaði á samfélagsmiðilinn Facebook heldur hann því fram að það sé eitthvað verulega bogið við alla umræðu varðandi hugsanlegar viðskiptaþvinganir Bandaríkjamanna vegna hvalveiða Íslendinga þegar á sama tíma berast fréttir af mistökum við aflífun fólks í kjölfar dauðadóms í Bandaríkjunum.Bjarni Benediktsson.vísir/daníel„Ef að hvalveiðar Íslendingar eiga að hafa þau áhrif að dregið verði úr samskiptum við Íslendinga eins og forseti Bandaríkjanna hefur látið skína í þá spyr ég. Hvers vegna ættum við að láta samskipti þjóðanna ráðast af þessu máli einu og sér? Við Íslendingar höfum svo sem næg tækifæri til að taka upp ýmis önnur málefnasvið og spyrja okkur hvort að ekki sé tilefni til að ræða þau í tengslum við samskipti þjóðanna. Þar mætti nefna efst á blaði dauðarefsingar og hvernig þær eru framkvæmdar í Bandaríkjunum. Að þær skuli yfir höfuð vera leyfðar samkvæmt lögum,“ sagði Bjarni Benediktsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 á fimmtudag. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir hvalveiðar Íslendinga ekki vera sambærilegar við dauðarefsingar Bandaríkjamanna. „Mér finnst hins vegar að Íslendingar þurfi að taka sínar hvalveiðar til endurskoðunar og hver nákvæmlega ávinningur þjóðarbúsins til að mynda af hvalveiðum er þar sem þetta kjöt hefur ekki verið að seljast vel og líka ýmsar spurningar um umhverfis- og mannúðarsjónarmið hvernig hvalir eru veiddir. Þannig að ég hefði talið betra að við tækjum þau mál þá bara til umræðu fremur en að vera að setja þetta í einhvern samanburð við dauðarefsingar Bandaríkjamanna ,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Katrín kveðst hafa sterkar skoðanir á dauðarefsingum Bandaríkjamanna og finnst í góðu lagi að íslensk stjórnvöld gagnrýni þær. Þessi tvö mál séu hins vegar ekki sambærileg. Hún telur brýnt að opin umræða fari fram hér á landi um hvalveiðar. „Við þurfum að setja þessi mál á dagskrá og velta því fyrir okkur hvort við séum sátt við þetta. Í ljósi þess að efnahagslegur ávinningur er ekki mikill, að ýmsir hafa gert miklar athugasemdir við það hvernig dýrin eru drepin og annað þá held ég að það væri okkur hollt að taka þá umræðu hér heima.“
Tengdar fréttir Íslandi ekki boðið vegna hvalveiða "Ég tel að þetta sé lang alvarlegasta aðgerðin sem Bandaríkjamenn hafa gripið til í sinni baráttu við hvalveiðum Íslendinga." 11. júní 2014 21:39 Bjarna misbýður framkoma Bandaríkjamanna Formaður Sjálfstæðisflokksins neitar því að hann hafi borið saman hvalveiðar og dauðadóma. 19. júní 2014 20:00 Bjarni svarar Bandaríkja-mönnum fullum hálsi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir Bandaríkjamenn ekki hafa nein efni á að segja öðrum fyrir í siðferðilegum álitaefnum og virðist ekki vilja að gefa tommu eftir hvað varðar hvalveiðar. 19. júní 2014 11:30 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Íslandi ekki boðið vegna hvalveiða "Ég tel að þetta sé lang alvarlegasta aðgerðin sem Bandaríkjamenn hafa gripið til í sinni baráttu við hvalveiðum Íslendinga." 11. júní 2014 21:39
Bjarna misbýður framkoma Bandaríkjamanna Formaður Sjálfstæðisflokksins neitar því að hann hafi borið saman hvalveiðar og dauðadóma. 19. júní 2014 20:00
Bjarni svarar Bandaríkja-mönnum fullum hálsi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir Bandaríkjamenn ekki hafa nein efni á að segja öðrum fyrir í siðferðilegum álitaefnum og virðist ekki vilja að gefa tommu eftir hvað varðar hvalveiðar. 19. júní 2014 11:30