Innlent

Íslandi ekki boðið vegna hvalveiða

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar

Þrátt fyrir að Ísland sé ein stærsta fiskveiðiþjóð í Norður-Atlantshafi og hafi sóst eftir að taka þátt í hafráðstefnunni Our Ocean, sem utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna stendur fyrir í næstu viku er Íslandi ekki boðið. Hvalveiðar Íslendinga er ástæðan. RÚV greinir frá málinu.

John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er í forsvari fyrir ráðstefnuna og er ráðamönnum og sérfræðingum frá fjölmörgum löndum boðið að taka þátt.

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir í samtali við RÚV að þetta séu merki um harðnandi aðgerðir Bandaríkjamanna gagnvart hvalveiðum Íslendinga. Hann telur þetta lang alvarlegustu aðgerð sem Bandaríkjamenn hafa gripið til í sinni baráttu við hvalveiðum Íslendinga og segir þetta marka kaflaskil. Því megi búast við að á næstunni muni þeir hugsanlega grípa til harðari aðgerða.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.