Innlent

Íslandi ekki boðið vegna hvalveiða

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Þrátt fyrir að Ísland sé ein stærsta fiskveiðiþjóð í Norður-Atlantshafi og hafi sóst eftir að taka þátt í hafráðstefnunni Our Ocean, sem utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna stendur fyrir í næstu viku er Íslandi ekki boðið. Hvalveiðar Íslendinga er ástæðan. RÚV greinir frá málinu.

John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er í forsvari fyrir ráðstefnuna og er ráðamönnum og sérfræðingum frá fjölmörgum löndum boðið að taka þátt.

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir í samtali við RÚV að þetta séu merki um harðnandi aðgerðir Bandaríkjamanna gagnvart hvalveiðum Íslendinga. Hann telur þetta lang alvarlegustu aðgerð sem Bandaríkjamenn hafa gripið til í sinni baráttu við hvalveiðum Íslendinga og segir þetta marka kaflaskil. Því megi búast við að á næstunni muni þeir hugsanlega grípa til harðari aðgerða.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.