Bjarna misbýður framkoma Bandaríkjamanna Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 19. júní 2014 20:00 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi Bandaríkjamenn harðlega í færslu á fésbókarsíðu sinni í dag vegna þeirrar ákvörðunnar Bandaríkjastjórnar að bjóða ekki Íslendingum á hafráðstefnuna Our Ocean. Í færslunni segir Bjarni: „Að lokum er eitthvað verulega bogið við alla umræðu varðandi hugsanlegar viðskiptaþvinganir Bandaríkjamanna vegna hvalveiða Íslendinga á sama tíma og fréttir berast af því hvernig þeim er að mistakast að aflífa fólk eftir dauðadóma í eigin réttarkerfi. Hvor er hér með ,,the moral high ground" eins og þeir myndu orða það? Hvor hefur tilefni til að draga úr samskiptum við hinn?“ Bjarni tengir síðan við færsluna frétt mbl.is þar sem segir af misheppnaðri aftöku í Oklahoma í Bandaríkjunum. Það hlýtur að teljast til undantekninga að formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýni Bandaríkin með þessum hætti. En mun þessi deila hafa einhver áhrif á framtíðarsamskipti ríkjanna? „Ég hef enga trú á því. Ég tel að þessar ábendingar sem þeir hafa komið á framfæri, meðal annars með sendingu frá forseta Bandaríkjanna og svo þetta í tengslum við þessa ráðstefnu, séu svona minniháttar atvik í samskiptum þjóðanna“, segir Bjarni. Það að bera saman hvalveiðar og dauðadóma, er það siðferðislega rétt að gera það með þessum hætti? „Ég er alls ekki að bera saman dauðadóma og hvalveiðar. Ég bendi einfaldlega á það, þegar um er að ræða hvalveiðar, að Bandaríkjamenn eru sjálfir ábyrgir fyrir hvaladrápum og ganga þannig um hafið, til dæmis með tilraunasprengingum í hernaðarskyni, að þeir virðast ekki skeyta mikið um líf sjávardýra.“ Hann segir Íslendinga hafa næg tækifæri til að taka upp hin ýmsu málefnasvið og spyrja hvort ekki þurfi að ræða þau í samskiptum þjóðanna. „Þess vegna er mér eiginlega misboðið þegar að hvalamálin eru látin varpa skugga á samstarf þjóðanna með þeim hætti sem þeir kjósa að gera.“ Tengdar fréttir Bjarni svarar Bandaríkja-mönnum fullum hálsi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir Bandaríkjamenn ekki hafa nein efni á að segja öðrum fyrir í siðferðilegum álitaefnum og virðist ekki vilja að gefa tommu eftir hvað varðar hvalveiðar. 19. júní 2014 11:30 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi Bandaríkjamenn harðlega í færslu á fésbókarsíðu sinni í dag vegna þeirrar ákvörðunnar Bandaríkjastjórnar að bjóða ekki Íslendingum á hafráðstefnuna Our Ocean. Í færslunni segir Bjarni: „Að lokum er eitthvað verulega bogið við alla umræðu varðandi hugsanlegar viðskiptaþvinganir Bandaríkjamanna vegna hvalveiða Íslendinga á sama tíma og fréttir berast af því hvernig þeim er að mistakast að aflífa fólk eftir dauðadóma í eigin réttarkerfi. Hvor er hér með ,,the moral high ground" eins og þeir myndu orða það? Hvor hefur tilefni til að draga úr samskiptum við hinn?“ Bjarni tengir síðan við færsluna frétt mbl.is þar sem segir af misheppnaðri aftöku í Oklahoma í Bandaríkjunum. Það hlýtur að teljast til undantekninga að formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýni Bandaríkin með þessum hætti. En mun þessi deila hafa einhver áhrif á framtíðarsamskipti ríkjanna? „Ég hef enga trú á því. Ég tel að þessar ábendingar sem þeir hafa komið á framfæri, meðal annars með sendingu frá forseta Bandaríkjanna og svo þetta í tengslum við þessa ráðstefnu, séu svona minniháttar atvik í samskiptum þjóðanna“, segir Bjarni. Það að bera saman hvalveiðar og dauðadóma, er það siðferðislega rétt að gera það með þessum hætti? „Ég er alls ekki að bera saman dauðadóma og hvalveiðar. Ég bendi einfaldlega á það, þegar um er að ræða hvalveiðar, að Bandaríkjamenn eru sjálfir ábyrgir fyrir hvaladrápum og ganga þannig um hafið, til dæmis með tilraunasprengingum í hernaðarskyni, að þeir virðast ekki skeyta mikið um líf sjávardýra.“ Hann segir Íslendinga hafa næg tækifæri til að taka upp hin ýmsu málefnasvið og spyrja hvort ekki þurfi að ræða þau í samskiptum þjóðanna. „Þess vegna er mér eiginlega misboðið þegar að hvalamálin eru látin varpa skugga á samstarf þjóðanna með þeim hætti sem þeir kjósa að gera.“
Tengdar fréttir Bjarni svarar Bandaríkja-mönnum fullum hálsi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir Bandaríkjamenn ekki hafa nein efni á að segja öðrum fyrir í siðferðilegum álitaefnum og virðist ekki vilja að gefa tommu eftir hvað varðar hvalveiðar. 19. júní 2014 11:30 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Bjarni svarar Bandaríkja-mönnum fullum hálsi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir Bandaríkjamenn ekki hafa nein efni á að segja öðrum fyrir í siðferðilegum álitaefnum og virðist ekki vilja að gefa tommu eftir hvað varðar hvalveiðar. 19. júní 2014 11:30