Bjarni svarar Bandaríkja-mönnum fullum hálsi Jakob Bjarnar skrifar 19. júní 2014 11:30 Bjarni Benediktsson svarar Bandaríkjamönnum, og gagnrýni þeirra á hvalveiðar Íslendinga, fullum hálsi. visir/stefán & vilhelm Ef marka má orð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, þá gefur hann lítið fyrir hugsanlegar viðskiptaþvinganir og/eða frost í samskiptum Íslands og Bandaríkjanna vegna hvalveiða. Íslendingum var ekki boðin þátttaka á hafráðstefnunni Our Ocean vegna hvalveiða og telur Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, það ótvírætt merki um harðnandi samskipti þjóðanna, þá vegna veiðanna. En, ekki er á Bjarna að skilja að gefið verði eftir varðandi þær. Bjarni gerir þetta að umtalsefni á Facebooksíðu sinni, nú rétt í þessu: „Í síðustu viku var sagt frá því að Íslendingum væri ekki boðið á hafráðstefnuna Our Ocean sem Bandaríkjamenn standa fyrir vegna hvalveiða. Ekkert liggur svo sem fyrir um þetta en það má vel vera að þarna sé tenging á milli. Hvað sem því líður var fyrsta langreyður ársins veidd í þessari viku.“ Bjarni segir til fyrirmyndar að utanríkisráðuneytið skuli beita sér fyrir um málefni hafsins; „t.a.m. um sjálfbærni veiða, en ekkert land stendur Íslandi framar í þeim málaflokki. Hafi hvalveiðar haft áhrif á aðkomu Íslands að ráðstefnunni væri ráð fyrir Bandaríkjamenn að læra af íslenskri reynslu og ekki síður að líta sér nær.“ Við svo búið bendir fjármálaráðherra á eitt og annað sem ekki telst til fyrirmyndar í Bandaríkjunum: „Af mörgu mætti hér nefna að nýlega hafa áform þeirra um neðansjávarsprengingar í tilraunaskyni verið harðlega gagnrýndar m.a. vegna alvarlegra áhrifa á hvali og önnur sjávarspendýr.“ Og Bjarni tengir við skjal þar sem frá því er greint. Og utanríkiráðherra heldur áfram og ekki annað á honum að skilja en að hann vilji bera saman aftökur sem tíðkast í Bandaríkjunum og svo hvalveiðar Íslendingar: „Að lokum er eitthvað verulega bogið við alla umræðu varðandi hugsanlegar viðskiptaþvinganir Bandaríkjamanna vegna hvalveiða Íslendinga á sama tíma og fréttir berast af því hvernig þeim er að mistakast að aflífa fólk eftir dauðadóma í eigin réttarkerfi. Hvor er hér með ,,the moral high ground" eins og þeir myndu orða það? Hvor hefur tilefni til að draga úr samskiptum við hinn?“ segir Bjarni og tengir við frétt mbl.is þar sem segir af misheppnaðri aftöku. Innlegg by Bjarni Benediktsson. Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Ef marka má orð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, þá gefur hann lítið fyrir hugsanlegar viðskiptaþvinganir og/eða frost í samskiptum Íslands og Bandaríkjanna vegna hvalveiða. Íslendingum var ekki boðin þátttaka á hafráðstefnunni Our Ocean vegna hvalveiða og telur Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, það ótvírætt merki um harðnandi samskipti þjóðanna, þá vegna veiðanna. En, ekki er á Bjarna að skilja að gefið verði eftir varðandi þær. Bjarni gerir þetta að umtalsefni á Facebooksíðu sinni, nú rétt í þessu: „Í síðustu viku var sagt frá því að Íslendingum væri ekki boðið á hafráðstefnuna Our Ocean sem Bandaríkjamenn standa fyrir vegna hvalveiða. Ekkert liggur svo sem fyrir um þetta en það má vel vera að þarna sé tenging á milli. Hvað sem því líður var fyrsta langreyður ársins veidd í þessari viku.“ Bjarni segir til fyrirmyndar að utanríkisráðuneytið skuli beita sér fyrir um málefni hafsins; „t.a.m. um sjálfbærni veiða, en ekkert land stendur Íslandi framar í þeim málaflokki. Hafi hvalveiðar haft áhrif á aðkomu Íslands að ráðstefnunni væri ráð fyrir Bandaríkjamenn að læra af íslenskri reynslu og ekki síður að líta sér nær.“ Við svo búið bendir fjármálaráðherra á eitt og annað sem ekki telst til fyrirmyndar í Bandaríkjunum: „Af mörgu mætti hér nefna að nýlega hafa áform þeirra um neðansjávarsprengingar í tilraunaskyni verið harðlega gagnrýndar m.a. vegna alvarlegra áhrifa á hvali og önnur sjávarspendýr.“ Og Bjarni tengir við skjal þar sem frá því er greint. Og utanríkiráðherra heldur áfram og ekki annað á honum að skilja en að hann vilji bera saman aftökur sem tíðkast í Bandaríkjunum og svo hvalveiðar Íslendingar: „Að lokum er eitthvað verulega bogið við alla umræðu varðandi hugsanlegar viðskiptaþvinganir Bandaríkjamanna vegna hvalveiða Íslendinga á sama tíma og fréttir berast af því hvernig þeim er að mistakast að aflífa fólk eftir dauðadóma í eigin réttarkerfi. Hvor er hér með ,,the moral high ground" eins og þeir myndu orða það? Hvor hefur tilefni til að draga úr samskiptum við hinn?“ segir Bjarni og tengir við frétt mbl.is þar sem segir af misheppnaðri aftöku. Innlegg by Bjarni Benediktsson.
Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira