Bjarni svarar Bandaríkja-mönnum fullum hálsi Jakob Bjarnar skrifar 19. júní 2014 11:30 Bjarni Benediktsson svarar Bandaríkjamönnum, og gagnrýni þeirra á hvalveiðar Íslendinga, fullum hálsi. visir/stefán & vilhelm Ef marka má orð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, þá gefur hann lítið fyrir hugsanlegar viðskiptaþvinganir og/eða frost í samskiptum Íslands og Bandaríkjanna vegna hvalveiða. Íslendingum var ekki boðin þátttaka á hafráðstefnunni Our Ocean vegna hvalveiða og telur Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, það ótvírætt merki um harðnandi samskipti þjóðanna, þá vegna veiðanna. En, ekki er á Bjarna að skilja að gefið verði eftir varðandi þær. Bjarni gerir þetta að umtalsefni á Facebooksíðu sinni, nú rétt í þessu: „Í síðustu viku var sagt frá því að Íslendingum væri ekki boðið á hafráðstefnuna Our Ocean sem Bandaríkjamenn standa fyrir vegna hvalveiða. Ekkert liggur svo sem fyrir um þetta en það má vel vera að þarna sé tenging á milli. Hvað sem því líður var fyrsta langreyður ársins veidd í þessari viku.“ Bjarni segir til fyrirmyndar að utanríkisráðuneytið skuli beita sér fyrir um málefni hafsins; „t.a.m. um sjálfbærni veiða, en ekkert land stendur Íslandi framar í þeim málaflokki. Hafi hvalveiðar haft áhrif á aðkomu Íslands að ráðstefnunni væri ráð fyrir Bandaríkjamenn að læra af íslenskri reynslu og ekki síður að líta sér nær.“ Við svo búið bendir fjármálaráðherra á eitt og annað sem ekki telst til fyrirmyndar í Bandaríkjunum: „Af mörgu mætti hér nefna að nýlega hafa áform þeirra um neðansjávarsprengingar í tilraunaskyni verið harðlega gagnrýndar m.a. vegna alvarlegra áhrifa á hvali og önnur sjávarspendýr.“ Og Bjarni tengir við skjal þar sem frá því er greint. Og utanríkiráðherra heldur áfram og ekki annað á honum að skilja en að hann vilji bera saman aftökur sem tíðkast í Bandaríkjunum og svo hvalveiðar Íslendingar: „Að lokum er eitthvað verulega bogið við alla umræðu varðandi hugsanlegar viðskiptaþvinganir Bandaríkjamanna vegna hvalveiða Íslendinga á sama tíma og fréttir berast af því hvernig þeim er að mistakast að aflífa fólk eftir dauðadóma í eigin réttarkerfi. Hvor er hér með ,,the moral high ground" eins og þeir myndu orða það? Hvor hefur tilefni til að draga úr samskiptum við hinn?“ segir Bjarni og tengir við frétt mbl.is þar sem segir af misheppnaðri aftöku. Innlegg by Bjarni Benediktsson. Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Ef marka má orð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, þá gefur hann lítið fyrir hugsanlegar viðskiptaþvinganir og/eða frost í samskiptum Íslands og Bandaríkjanna vegna hvalveiða. Íslendingum var ekki boðin þátttaka á hafráðstefnunni Our Ocean vegna hvalveiða og telur Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, það ótvírætt merki um harðnandi samskipti þjóðanna, þá vegna veiðanna. En, ekki er á Bjarna að skilja að gefið verði eftir varðandi þær. Bjarni gerir þetta að umtalsefni á Facebooksíðu sinni, nú rétt í þessu: „Í síðustu viku var sagt frá því að Íslendingum væri ekki boðið á hafráðstefnuna Our Ocean sem Bandaríkjamenn standa fyrir vegna hvalveiða. Ekkert liggur svo sem fyrir um þetta en það má vel vera að þarna sé tenging á milli. Hvað sem því líður var fyrsta langreyður ársins veidd í þessari viku.“ Bjarni segir til fyrirmyndar að utanríkisráðuneytið skuli beita sér fyrir um málefni hafsins; „t.a.m. um sjálfbærni veiða, en ekkert land stendur Íslandi framar í þeim málaflokki. Hafi hvalveiðar haft áhrif á aðkomu Íslands að ráðstefnunni væri ráð fyrir Bandaríkjamenn að læra af íslenskri reynslu og ekki síður að líta sér nær.“ Við svo búið bendir fjármálaráðherra á eitt og annað sem ekki telst til fyrirmyndar í Bandaríkjunum: „Af mörgu mætti hér nefna að nýlega hafa áform þeirra um neðansjávarsprengingar í tilraunaskyni verið harðlega gagnrýndar m.a. vegna alvarlegra áhrifa á hvali og önnur sjávarspendýr.“ Og Bjarni tengir við skjal þar sem frá því er greint. Og utanríkiráðherra heldur áfram og ekki annað á honum að skilja en að hann vilji bera saman aftökur sem tíðkast í Bandaríkjunum og svo hvalveiðar Íslendingar: „Að lokum er eitthvað verulega bogið við alla umræðu varðandi hugsanlegar viðskiptaþvinganir Bandaríkjamanna vegna hvalveiða Íslendinga á sama tíma og fréttir berast af því hvernig þeim er að mistakast að aflífa fólk eftir dauðadóma í eigin réttarkerfi. Hvor er hér með ,,the moral high ground" eins og þeir myndu orða það? Hvor hefur tilefni til að draga úr samskiptum við hinn?“ segir Bjarni og tengir við frétt mbl.is þar sem segir af misheppnaðri aftöku. Innlegg by Bjarni Benediktsson.
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira