Bjarni svarar Bandaríkja-mönnum fullum hálsi Jakob Bjarnar skrifar 19. júní 2014 11:30 Bjarni Benediktsson svarar Bandaríkjamönnum, og gagnrýni þeirra á hvalveiðar Íslendinga, fullum hálsi. visir/stefán & vilhelm Ef marka má orð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, þá gefur hann lítið fyrir hugsanlegar viðskiptaþvinganir og/eða frost í samskiptum Íslands og Bandaríkjanna vegna hvalveiða. Íslendingum var ekki boðin þátttaka á hafráðstefnunni Our Ocean vegna hvalveiða og telur Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, það ótvírætt merki um harðnandi samskipti þjóðanna, þá vegna veiðanna. En, ekki er á Bjarna að skilja að gefið verði eftir varðandi þær. Bjarni gerir þetta að umtalsefni á Facebooksíðu sinni, nú rétt í þessu: „Í síðustu viku var sagt frá því að Íslendingum væri ekki boðið á hafráðstefnuna Our Ocean sem Bandaríkjamenn standa fyrir vegna hvalveiða. Ekkert liggur svo sem fyrir um þetta en það má vel vera að þarna sé tenging á milli. Hvað sem því líður var fyrsta langreyður ársins veidd í þessari viku.“ Bjarni segir til fyrirmyndar að utanríkisráðuneytið skuli beita sér fyrir um málefni hafsins; „t.a.m. um sjálfbærni veiða, en ekkert land stendur Íslandi framar í þeim málaflokki. Hafi hvalveiðar haft áhrif á aðkomu Íslands að ráðstefnunni væri ráð fyrir Bandaríkjamenn að læra af íslenskri reynslu og ekki síður að líta sér nær.“ Við svo búið bendir fjármálaráðherra á eitt og annað sem ekki telst til fyrirmyndar í Bandaríkjunum: „Af mörgu mætti hér nefna að nýlega hafa áform þeirra um neðansjávarsprengingar í tilraunaskyni verið harðlega gagnrýndar m.a. vegna alvarlegra áhrifa á hvali og önnur sjávarspendýr.“ Og Bjarni tengir við skjal þar sem frá því er greint. Og utanríkiráðherra heldur áfram og ekki annað á honum að skilja en að hann vilji bera saman aftökur sem tíðkast í Bandaríkjunum og svo hvalveiðar Íslendingar: „Að lokum er eitthvað verulega bogið við alla umræðu varðandi hugsanlegar viðskiptaþvinganir Bandaríkjamanna vegna hvalveiða Íslendinga á sama tíma og fréttir berast af því hvernig þeim er að mistakast að aflífa fólk eftir dauðadóma í eigin réttarkerfi. Hvor er hér með ,,the moral high ground" eins og þeir myndu orða það? Hvor hefur tilefni til að draga úr samskiptum við hinn?“ segir Bjarni og tengir við frétt mbl.is þar sem segir af misheppnaðri aftöku. Innlegg by Bjarni Benediktsson. Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Erlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Ef marka má orð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, þá gefur hann lítið fyrir hugsanlegar viðskiptaþvinganir og/eða frost í samskiptum Íslands og Bandaríkjanna vegna hvalveiða. Íslendingum var ekki boðin þátttaka á hafráðstefnunni Our Ocean vegna hvalveiða og telur Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, það ótvírætt merki um harðnandi samskipti þjóðanna, þá vegna veiðanna. En, ekki er á Bjarna að skilja að gefið verði eftir varðandi þær. Bjarni gerir þetta að umtalsefni á Facebooksíðu sinni, nú rétt í þessu: „Í síðustu viku var sagt frá því að Íslendingum væri ekki boðið á hafráðstefnuna Our Ocean sem Bandaríkjamenn standa fyrir vegna hvalveiða. Ekkert liggur svo sem fyrir um þetta en það má vel vera að þarna sé tenging á milli. Hvað sem því líður var fyrsta langreyður ársins veidd í þessari viku.“ Bjarni segir til fyrirmyndar að utanríkisráðuneytið skuli beita sér fyrir um málefni hafsins; „t.a.m. um sjálfbærni veiða, en ekkert land stendur Íslandi framar í þeim málaflokki. Hafi hvalveiðar haft áhrif á aðkomu Íslands að ráðstefnunni væri ráð fyrir Bandaríkjamenn að læra af íslenskri reynslu og ekki síður að líta sér nær.“ Við svo búið bendir fjármálaráðherra á eitt og annað sem ekki telst til fyrirmyndar í Bandaríkjunum: „Af mörgu mætti hér nefna að nýlega hafa áform þeirra um neðansjávarsprengingar í tilraunaskyni verið harðlega gagnrýndar m.a. vegna alvarlegra áhrifa á hvali og önnur sjávarspendýr.“ Og Bjarni tengir við skjal þar sem frá því er greint. Og utanríkiráðherra heldur áfram og ekki annað á honum að skilja en að hann vilji bera saman aftökur sem tíðkast í Bandaríkjunum og svo hvalveiðar Íslendingar: „Að lokum er eitthvað verulega bogið við alla umræðu varðandi hugsanlegar viðskiptaþvinganir Bandaríkjamanna vegna hvalveiða Íslendinga á sama tíma og fréttir berast af því hvernig þeim er að mistakast að aflífa fólk eftir dauðadóma í eigin réttarkerfi. Hvor er hér með ,,the moral high ground" eins og þeir myndu orða það? Hvor hefur tilefni til að draga úr samskiptum við hinn?“ segir Bjarni og tengir við frétt mbl.is þar sem segir af misheppnaðri aftöku. Innlegg by Bjarni Benediktsson.
Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Erlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira