Erlent

Ísis sækir í sig veðrið í Írak

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hin níu ára Zahra Aladhab var, ásamt fjölda mótmælenda, mætt fyrir utan Hvíta húsið í Washington, með mótmælaskilti.
Hin níu ára Zahra Aladhab var, ásamt fjölda mótmælenda, mætt fyrir utan Hvíta húsið í Washington, með mótmælaskilti. ap
Yfirvöld í Írak virðast nú hafa misst stjórnina á vesturlandamærum landsins og ráða Ísis samtökin nú yfir landamærastöðvunum inn í Sýrland og Jórdaníu.

Þá er hernaðarlega mikilvægur flugvöllur við borgina Tal Afar að fullu undir stjórn Ísis en um hann hefur verið barist síðustu daga. Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að Ísis samtökin séu ógn við fleiri ríki á svæðinu líkt og bandamenn þeirra í Jórdaníu en Bandaríkjamenn hafa þó verið tregir til þess að koma Írökum til aðstoðar þrátt fyrir formlegar beiðnir þar um.

Frá því borgin Mosul féll í hendur Ísis manna í byrjun mánaðarins hafa samtökin náð undirtökunum á stórum svæðum í vestur og norðurhluta Íraks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×