Erlent

Flóðin haft áhrif á 236 þúsund manns

Stefán Ó. Jónsson skrifar
VISIR/AFP
Flóð í Xinjiang-héraði í norðvesturhluta Kína hafa kostað fjóra lífið eftir að þau hófust um miðjan júnímánuð.

Flóðana má rekja til mikilla rigninga á svæðinu en þrír þeirra látnu höfðu orðið fyrir eldingu en þau hafa alls haft áhrif á 236 þúsund íbúa svæðisins.

Um 3.800 manns hefur verið gert að flýja heimili sín en talið er að flóðin hafi valdið miklu tjóni á rúmlega 1200 heimilum í héraðinu. Alls hafa 27 borgir og sýslur í héraðinu orðið fyrir barðinu á vatnavöxtunum.

Rúmlega 18.500 hektarar af uppskeru hafa farið forgörðum og talið er að fjárhagslegt tjón vegna flóðanna nemi rúmlega fimm milljörðum króna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×