Erlent

Þúsundir Úkraínumanna reyna að komast til Rússlands

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Bílaröð við landamærin í Lugansk
Bílaröð við landamærin í Lugansk Visir/AFP
Þúsundir Úkraínumanna bíða nú við landamæri Rússlands eftir því að fá að yfirgefa austurhluta landsins en einungis örfáir klukkutímar eru þar til vopnahléinu milli stríðandi fylking í Úkraínu lýkur.

Lítill gangur hefur verið í viðræðunum milli stjórnar Petrós Pórósjenkó forseta Úkraínu og aðskilnaðarsinna og alls er óvíst að samningar náist fyrir klukkan sjö í fyrramálið að staðartíma – en þá lýkur vonahléinu formlega.

Þrátt fyrir það hefur komið til átaka í austurhluta landsins á síðustu dögum. Til að mynda létust að minnsta kosti þrír úkraínskir hermenn slösuðust þegar aðskilnaðarsinnar, hliðhollir Rússum, gerðu atlögu að herstöð í Donetsk í Austur-Úkraínu nú á laugardag.

Bílaröðin við landamæri Úkraínu og Rússland er sögð margra kílómetra löng og bætast flóttamennirnir í hóp þeirra 90 þúsund Úkraínumanna sem leitað hafa hælis hjá risanum í austri.

Rússneskir valdahafar segja flesta þeirra sem flúið hafa ófriðinn heima fyrir einungis ætla að dveljast austan landamæranna um stundarsakir – það er þangað til að ófriðnum lýkur.

Fyrr í dag krafðist Pórósjenkó þess af Rússum að þeir styddu við friðaráætlun hans með „aðgerðum, ekki orðum“. Forsetinn hefur harðlega gagnrýnt stjórnvöld í Moskvu fyrir að aðstoða og vígbúa aðskilnaðarasinna í austurhluta Úkraínu og segir þau í raun vera að há óformlegt stríð gegn landi sínu.


Tengdar fréttir

Vikulangt vopnahlé ekki virt

Vladímír Pútín Rússlandsforseti skorar á Úkraínustjórn að framlengja vopnahléið og ræða við uppreisnarmenn.

Skrúfað fyrir gas til Úkraínu

Óttast er að deilan á milli Úkraínu og Rússlands komi til með að hafa áhrif á önnur lönd í Vestur-Evrópu.

Stjórnvöld í Úkraínu endurheimta Mariupol

Innanríkisráðherra landsins, Arseníj Avakoff, sagði í gær að öryggissveitir ríkisstjórnarinnar hefðu nú fulla stjórn á höfuðvígum aðskilnaðarsinna í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×