Erlent

Slasaðist þegar lyftan fór á ógnarhraða

Sérfræðingar rannsaka nú hvað fór úrskeiðis þegar lyfta í háhýsi einu í Chile bilaði með þeim afleiðingum að rúmlega þrjátíu ára karlmaður slasaðist alvarlega.

Maðurinn fór inn í lyftuna á jarðhæð og ýtti á takkann á sinni hæð eins og hann var vanur. Á myndbandi sem dreift hefur verið sést þegar eitthvað fer úrskeiðis og lyftan þýtur upp hæðirnar á allt of miklum hraða auk þess sem hurðin lokaðist aldrei.

Maðurinn reyndi hvað hann gat að ýta á neyðarhnappinn en allt kom fyrir ekki og lyftan skaust upp á efstu hæð á aðeins fimmtán sekúndum, en húsið er þrjátíu hæðir. Hraðinn á lyftunni var orðinn rúmir áttatíu kílómetrar á klukkustund þegar hún skall upp í þakið með þeim afleiðingum að farþeginn slasaðist alvarlega á höfði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×