Erlent

Tveir féllu í skotárás í menntaskóla í Oregon

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Tveir létu lífið eftir að byssumaður gekk berserksgang í menntaskóla í Portland í Oregonríki í Bandaríkjunum í dag. Byssumaðurinn var annar þeirra sem lést. Hinn var nemandi í skólanum.

Lögreglan umkringdi skólabygginguna og var byssumaðurinn skotinn til bana skömmu síðar. Nemendur lokuðust inni í byggingunni en var þeim fylgt út eftir að búið var að yfirbuga árásarmanninn.

Þetta er þriðja skotárásin í bandarískum skóla á þessu ári. Í maí létu sex lífið í skotárás í skóla í Los Angeles og einn lét lífið í skotárás í Seattle í síðustu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×