Erlent

J. K. Rowling gefur milljónir til andstæðinga sjálfstæðis Skotlands

Stefán Ó. Jónsson skrifar
J. K. Rowling við undirritun á gullkálfinum.
J. K. Rowling við undirritun á gullkálfinum. VISIR/AFP
J. K. Rowling, höfundur hinna feikivinsælu bóka um galdrastrákinn Harry Potter, hefur látið eina milljón sterlingspunda, um 200 milljónir króna, af hendi rakna til handa samtökum sem berjast gegn sjálfstæði Skotlands.

Þetta kemur fram í frétt Guardian.

Höfundurinn varð með peningagjöfinni stærsti gefandi í sögu Better Together samtakanna sem hafa haldið uppi mikilli herferð í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar um sjálfstæði landsins þann 18. september næstkomandi.

Rowling, sem býr í Edinborg, hefur áhyggjur af „stöðu sjálfstæðs Skotlands í alþjóðavæddum heimi,“ eins og hún komst að orði, og efast um að leið landsins inn í Evrópusambandið að nýju verði greið. Hún bætti við: „Ef við förum þá verður ekki aftur snúið. Þessi aðskilnaður verður ekki átakalaus; það mun þurfa mikla lagni við að skera á náin tengsl ríkjanna sem spanna þrjár aldir, og í kjölfarið munum við sitja uppi með þrjá bitra nágranna.“

Aðstandandendur Better Together, þeirra á meðal Alistair Darling fyrrum fjármálaráðherra Bretlands, hafa verið duglegir við að láta fylgjendur málstaðs þeirra vita að samtökin hafa úr minnu fé að moða en andstæðingar þeirra,  Já Skotland.

Þessi skjálfti í sameinaðarsinnum er þó tilefnislaus þessa dagana enda sýna nýjstu skoðanakannanir að hugmyndin um sjálfstætt Skotland á einungis upp á pallborðið hjá rúmlega þriðjungi þjóðarinnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×