Erlent

Barði kærastann sinn með byssu eftir að hann talaði um hana í svefni

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki.
Myndin tengist fréttinni ekki. Vísir/Getty
Kona frá Bazeman í Montana í Bandaríkjunum er sökuð um að hafa lamið kærasta sinn með haglabyssu og sparkað í hann eftir að hann talaði illa um hana upp úr svefni.

Sara Ann Bade, sem er 24 ára gömul, var handtekinn í kjölfarið en lögreglan kom heim til hennar klukkan tvö að nóttu til. Hún hefur verið kærð fyrir árás með vopni.

Kærasti konunnar sagði lögreglunni frá því að hann hafi vaknað við höggin. Konan tjáði kærasta sínum að hann hafi verið að tala illa um hana upp úr svefni. Hún lamdi hann með haglabyssu og gekk svo út með byssuna og skaut á bifreið mannsins, með þeim afleiðingum að dekk á sprungu og rúður brotnuðu.

Sara Ann Bade heldur því fram að maðurinn hafi einnig slegið til hennar og hafi neitað að yfirgefa húsið þegar hún bað hann um það.

Væntanlega hefur það verið erfitt fyrir manninn, eftir að Bade sprengdi dekkin á bílnum hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×