Erlent

Mannætur fengu 12 ára fangelsisdóm

Randver Kári Randversson skrifar
Lögreglumenn fylgja öðrum bræðranna, Mohammad Arif Ali, inn í dómshúsið í gær.
Lögreglumenn fylgja öðrum bræðranna, Mohammad Arif Ali, inn í dómshúsið í gær. Vísir/AFP
Tveir bræður í Pakistan voru í gær dæmdir til 12 ára fangelsisvistar eftir að höfuðkúpa 2 ára gamals drengs fannst á heimili þeirra. Þeir höfðu grafið upp lík drengsins og lagt sér það til munns. Time greinir frá þessu.

Dómstóll í Punjab-héraði í Pakistan sakfelldi mennina, Mohammad Farman Ali og Mohammad Arif Ali, fyrir að vanhelga gröf, valda eignaspjöllum og að valda almennum ótta. Engin lög eru til í Pakistan sem banna mannát. Bræðurnir eiga þess kost að afrýja dómnum til æðri dómstóls Punjab-héraðs.

Mennirnir höfðu áður afplánað tveggja ára fangelsisdóm fyrir að hafa árið 2011 grafið upp og étið 150 lík úr kirkjugarði nálægt heimili þeirra.

Þeim var sleppt úr fangelsi í maí á síðasta ári en augu lögreglu beindust aftur að þeim eftir að nágrannar kvörtuðu til lögreglu vegna rotnunarlyktar sem barst frá heimili þeirra. Við rannsókn lögreglu í apríl síðastliðnum fannst höfuð 2 ára gamals drengs. Í kjölfarið játuðu mennirnir að hafa grafið lík hans upp og eldað það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×