Erlent

Skoða lífið sem Anne Frank eignaðist aldrei

Samúel Karl Ólason skrifar
Anne Frank situr við skrifborðið þar sem hún byrjaði að skrifa í dagbækur sínar.
Anne Frank situr við skrifborðið þar sem hún byrjaði að skrifa í dagbækur sínar.
Þennan dag árið 1942, tveimur dögum eftir þrettán ára afmæli sinn, skrifaði Anne Frank sína fyrstu dagbókarfærslu. Minna en mánuði seinna fór hún í felur frá nasistum ásamt fjölskyldu sinni. Á háalofti húss í Amsterdam voru þau í felum í rúm tvö ár.

Anne hefði orðið 85 ára á fimmtudaginn, ef hún, fjölskylda hennar og fjórir aðrir hefðu ekki verið svikin til nasista. Aldrei hefur þó uppgötvast hver það var sem sveik þau.

Hún lést úr flekkusótt í mars 1945 í Bergen-Belsen útrýmingarbúðunum, einungis nokkrum vikum áður en bandamenn frelsuðu fólkið úr búðunum.

Dagbækurnar sem Anne skrifaði í upp á háaloftinu hafa selst í yfir 30 milljón eintökum og verið þýddar yfir á 67 tungumál, samkvæmt Washington Post.

Bækurnar hafa nú verið notaðar til að setja upp leikritið Anne sem fjallar um líf hennar, hefði hún lifað seinni heimstyrjöldina af. Hollensku hjónin Leon De Winter og Jessica Durlacher skrifuðu leikritið og notuðu til skrif Önnu Frank.

Draumur hennar var að verða frægur rithöfundur og búa í París og London. Í leikritinu verður skyggnst inn í það líf sem hún eignaðist aldrei.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×