Erlent

Leiðum nashyrningi líður vel með ösnum

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hér má sjá Manuelu og einn af ösnunum sem hún býr með.
Hér má sjá Manuelu og einn af ösnunum sem hún býr með.
Starfsmenn dýragarðsins í Tbilisi, höfuðborg Georgíu, eru duglegir við að setja dýr af mismunandi tegund saman í reit innan garðsins. Sérstaklega ef þeir skynja að þeim líði ekki vel.

Þeim þótti nashyrningurinn Manuela vera heldur leið og prófuðu að setja hana í reit með sebrahestum og geitum án árangurs. Hún var mjög stygg þegar önnur dýr nálguðust hana og ýtti þeim frá sér. Sebrahestarnir svöruðu í sömu mynt og geiturnar hörfuðu. En þegar Manuela var sett í reit með ösnum róaðist hún og þótti starfsmönnum hún hafa tekið gleði sína á ný.

Hér að neðan má sjá Manúelu og asnana njóta lífsins í hitanum í Tbilisi. Erlendir fjölmiðlar sögðu frá þessu í vikunni.

Þessar tilraunir starfsmanna dýrgarðsins hafa einnig leitt saman lítinn hvolp og ljónshvolpinn Shamba. „Við fylgjumst vel með hversu lengi þeirra vinskapur endist,“ segir Mzia Sharashidze, fjölmiðlafulltrúi dýragarðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×