Erlent

Þrettán og fimmtán ára gamlir drengir grunaðir um morð

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki.
Myndin tengist fréttinni ekki. vísir/afp
Þrír drengir, þrettán og fimmtán ára gamlir, eru í haldi bresku lögreglunnar, grunaðir um að hafa myrt átján ára gamlan pilt. Drengirnir eru grunaðir um að hafa stungið piltinn til dauða.

Átök brutust út milli piltanna og var lögregla og sjúkralið kallað á staðinn í kjölfarið. Klukkustund síðar var fórnarlambið úrskurðað látið.

Sautján ára gamall drengur var einnig stunginn og var hann fluttur á sjúkrahús. Ástand hans er stöðugt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×