Erlent

Lík 800 barna í rotþró á Írlandi

mynd/daily mail
Talið er að lík átta hundruð barna hafi fundist í rotþró utan við heimili fyrir ógiftar mæður á vestanverðu Írlandi. Talið er að börnin hafi verið grafin þar á um þrjátíu og sex ára tímabili. Heimilinu var lokað fyrir 53 árum síðan, eða árið 1961.

Sýnt hefur verið fram á að börnin hafi mörg hver látist úr vannæringu, vanrækslu og ýmsum sjúkdómum, til að mynda mislingum og lungnabólgu.

Formlegar skýrslur sýna fram á að 796 börn hafi látist á heimilinu, en hversu mörg börn eru grafin þar er ekki vitað.

Starfsmenn heilbrigðiseftirlitsins tóku út heimilið árið 1944, og eru skýrslur þeirra sagðar hryllilegar. Heimilið hafði leyfi fyrir 243 konur og börn þeirra en á þessum tíma bjuggu 333 og fór því fjöldinn langt umfram öll viðmið.

Lögregla rannsakar nú málið og hafa írskir þingmenn óskað eftir úttekt á málinu. Fjármunum er nú safnað til að gera minnisvarða um börnin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×