Erlent

Talíbanar birta myndband af frelsun Bergdahl

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Bowe Bergdahl hvarf úr herbúðum í Afganistan árið 2009.
Bowe Bergdahl hvarf úr herbúðum í Afganistan árið 2009. VISIR/AFP
Talíbanar hafa sent frá sér myndband sem sýnir þegar þeir komu Bowe Bergdahl aftur í hendur bandaríska hersins á laugardaginn síðastliðinn. Var frelsun hans liður í skiptum bandarískra yfirvalda og talíbana á honum og fimm talíbönskum föngum úr Guantanamo-fangabúðunum.

Skiptin hafa verið umdeild, meðal annars vegna þess að bandaríska þingið var ekki látið vita með mánaðar fyrirvara að til stæði að sleppa föngunum úr haldi.

Bergdahl hefur verið fluttur til Þýskalands þar sem hann fær frekari aðhlynningu. Hann var eini bandaríski hermaðurinn í haldi talíbana. Bergdahl hafði verið í fangi talíbana í fimm ár.

Í myndbandinu sést Bowe Bergdahl bíða undir teppi í Toyota-bifreið eftir að þyrla bandaríkjahers lendir á flatlendi skammt frá bílnum.

Út úr þyrlunni þyrpast óeinkennisklæddir hermenn með klúta fyrir andlitum sínum sem faðma Bergdahl er þeir leiða hann inn í vélina. Skiptin taka um tíu sekúndur.

Myndbandið má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Talíbanar fagna fangaskiptum

Hinn 28 ára gamli Bowe Bergdahl var afhentur bandarískum hersveitum í Afganistan á laugardag í skiptum fyrir fimm fanga úr Guantanamo-fangabúðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×