Erlent

Fengu myndband af týndum fjölskyldumeðlimum

Samúel Karl Ólason skrifar
Caitlan Coleman og Joshua Boyle í haldi Talíbana.
Caitlan Coleman og Joshua Boyle í haldi Talíbana. Vísir/
Fjölskyldu týndrar bandarískrar konu hefur borist tvö myndbönd af henni og kanadískum eiginmanni hennar. Þar biðja þau stjórnvöld vestanhafs að ná sér og, ungu barni þeirra, úr haldi Talíbana. Caitlan Coleman og Joshua Boyle hurfu í Afganistan fyrir 20 mánuðum, en Caitlan var ólétt þá.

Myndböndin eru einu vísbendingarnar, um hvar þau væru niðurkomin, sem fjölskyldan hefur fengið frá hvarfi þeirra Caitlan og Joshua.

AP fréttaveitan segir frá þessu, en hún hefur komið höndum yfir myndböndin.

„Ég bið fjölskyldu mína og stjórnvöld að gera allt sem þau geta til að frelsa mann minn, barn og mig og koma okkur í öryggi,“ segir Caitlan í öðru myndbandinu. Fjölskyldan fékk þau send í júlí í fyrra og í september, en þær voru sendar af manni sem sagðist hafa tengst Talíbönum.

Þrátt fyrir að hún minnist á barn þeirra, sést það ekki í myndbandinu of fjölskylda þeirra hefur engar upplýsingar fengið um nafn eða kyn barnsins. Það væri um eins og hálfs árs í dag.

Fjölskyldan ákvað að gera myndbandið opinbert eftir umfjöllun helgarinnar í miðlum vestanhafs, um björgun Bowe Bergdahl. Honum var náð úr haldi Talíbana, í skiptum fyrir fimm menn úr Guantanamo fangelsinu.

Foreldrar Caitlan og Joshua biðla nú til stjórnvalda að koma þeim til hjálpar.

...




Fleiri fréttir

Sjá meira


×