Erlent

Harrier þota hrapaði á hús í Kalíforníu

Frá vettvangi.
Frá vettvangi. Visir/AP
Bandarísk herþota af Harrier gerð hrapaði á nokkur hús í bæ einum í eyðimörkinni í Kaliforníu í nótt, um 140 kílómetra frá borginni San Diego. Að minnsta kosti eitt hús brann í kjölfarið og mörg eru skemmd og svo ótrúlega vildi til að enginn slasaðist í hamaganginum.

Flugmanninum tókst að skjóta sér út úr vélinni áður en hún hrapaði til jarðar og átta manns voru í húsunum sem skemmdust en þeir komust allir út heilu og höldnu, að því er talsmaður hersins segir. Þetta er í annað sinn á einum mánuði sem Harrier þota frá Yuma herstöðinni hrapar en það gerðist einni þann níunda maí síðastliðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×