Erlent

Fleiri ferðamenn til Noregs vegna Frozen

Bjarki Ármannsson skrifar
Elsa prinsessa og félagar hennar í Frozen hafa gert norska ferðamannaiðnaðinum gott.
Elsa prinsessa og félagar hennar í Frozen hafa gert norska ferðamannaiðnaðinum gott. Vísir/AP/AP
Gríðarlegar vinsældir teiknimyndarinnar Frozen eru taldar hafa nokkuð með það að gera að heimsóknum ferðamanna til Noregs hefur fjölgað talsvert það sem af er ári.

Í samtali við fréttaveituna AP segir fulltrúi Visit Norway að ferðamenn frá Bandaríkjunum hafi bókað 37 prósent fleiri gistinætur í Noregi á fyrsta ársfjórðungi 2014 en á sama tíma í fyrra. Hann segir að strax í nóvember og desember á síðasta ári hafi straumur ferðamanna til landsins aukist en Frozen kom út nú í nóvember.

Frozen er fyrir nokkru orðin tekjuhæsta teiknimynd allra tíma en myndin gerist í ævintýraheimi sem byggir útlitslega á norskri náttúru. Snævi þöktum tindum, gríðarstórum fjörðum og að sjálfsögðu norðurljósunum bregður öllum fyrir í myndinni.

„Fólk hafði bara aldrei séð þetta stórmerkilega landslag áður,“ segir Barbara Banks, fulltrúi ferðaþjónustunnar Wilderness Travel. „Kvikmyndin virðist hafa mikið að gera með vinsældir ferða til Noregs.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×