Erlent

Úrræði gegn útigangsmönnum veldur úlfúð í Englandi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hér má sjá hvernig oddum hefur verið komið fyrir.
Hér má sjá hvernig oddum hefur verið komið fyrir. Mynd/skjáskot
Myndir af oddum sem ætlað er að varna því að heimilislausir leiti sér skjóls í skúmaskotum betri hverfa Lundúnarborgar hafa vakið mikla reiði þar í landi eftir að þær rötuðu á veraldarvefinn.

Frá þessu greinir Russia Today. 

Hafa gagnrýnendur oddanna farið mikinn á samfélagsmiðlum og hefur myllumerkið #AntiHomelessSpikes náð miklum vinsældum á Twitter. Oddar sem þessir hafa löngum verið notaðir, til að mynda hér á landi, til að sporna við því að fuglar geti tyllt sér á byggingar borga heimsins og þykir gagnrýnendum þeirra sem vandi heimilislausra sé lagður að jöfnu við óþrifnaðinn sem af fuglunum getur hlotist.

Heimilisleysi hefur aukist mikið í Bretlandi á liðnum árum og talið er að þeim sem eiga í engin hús að venda hafi fjölgað um 75 prósent í Lundúnum á þriggja ára tímabili. „Þeir eiga betra skilið en að þurfa að færa sig í næsta húsasund. Við munum aldrei ná að vinna bug á vandamálinu með oddum sem þessum. Við verðum að ráðast að rót vandans,“ sagði Katharine Sacks-Jones, ein af forstöðumönnum Crisis-samtakanna sem aðstoða einstæða útigangsmenn í Bretlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×