Kjarnorkukafbátur bjargar smábát Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júní 2014 11:45 Kafbáturinn kominn upp að hlið smábátsins í Hvítahafi í gær. Mynd/Norðurfloti Rússlands. Fimm manns á vélarvana smábát, sem sent höfðu út neyðarkall í Hvítahafi við norðvesturströnd Rússlands í gær, urðu heldur en ekki lítið hissa þegar bjargvættir birtust óvænt beint fyrir framan nefið á þeim, - ekki af himnum ofan heldur neðan úr djúpinu. Illviðri og mikil ölduhæð höfðu seinkað svo för smábátsins að hann varð eldsneytislaus. Björgunarmiðstöð í Arkangelsk heyrði neyðarkall bátsverja og lét tvö nærstödd skip vita og jafnframt var áhöfn Mi-8 björgunarþyrlu ræst út. Áhöfn kjarnorkukafbátsins „Voronezh“, sem var á æfingu í undirdjúpum Hvítahafs, reyndist hins vegar vera næst smábátnum, að sögn talsmanns norðurflota rússneska sjóhersins. Aðeins 40 mínútum eftir að neyðarkallið barst birtist risastór kafbáturinn óvænt upp úr kafinu beint fyrir framan 11 metra langan smábátinn. Fólkinu var bjargað yfir í kafbátinn og smábáturinn tekinn í tog. Og þetta var enginn smáræðis kafbátur, því þeir gerast ekki stærri á jörðinni, af tegundinni Oscar II, 155 metra langur og með 100 manna áhöfn. Kafbáturinn „Kursk“, sem fórst í Barentshafi árið 2000, var sömu gerðar.155 metra langur kjarnorkukafbáturinn með 11 metra smábátinn við hlið sér.Mynd/Norðurfloti Rússlands.Norski vefmiðilinn BarentsObserver greinir frá björguninni og hefur fréttina eftir rússneskum fréttastofum. Þetta er í annað sinn á tveimur árum sem kjarnorkukafbátar norðurflota Rússa bjarga sjómönnum í neyð. Í nóvember árið 2012 bjargaði kafbátur tveimur sjómönnum af litlum fiskibáti undan ströndum Kola-skaga. Meðfylgjandi myndir af björguninni eru frá norðurflota Rússlands. Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Fimm manns á vélarvana smábát, sem sent höfðu út neyðarkall í Hvítahafi við norðvesturströnd Rússlands í gær, urðu heldur en ekki lítið hissa þegar bjargvættir birtust óvænt beint fyrir framan nefið á þeim, - ekki af himnum ofan heldur neðan úr djúpinu. Illviðri og mikil ölduhæð höfðu seinkað svo för smábátsins að hann varð eldsneytislaus. Björgunarmiðstöð í Arkangelsk heyrði neyðarkall bátsverja og lét tvö nærstödd skip vita og jafnframt var áhöfn Mi-8 björgunarþyrlu ræst út. Áhöfn kjarnorkukafbátsins „Voronezh“, sem var á æfingu í undirdjúpum Hvítahafs, reyndist hins vegar vera næst smábátnum, að sögn talsmanns norðurflota rússneska sjóhersins. Aðeins 40 mínútum eftir að neyðarkallið barst birtist risastór kafbáturinn óvænt upp úr kafinu beint fyrir framan 11 metra langan smábátinn. Fólkinu var bjargað yfir í kafbátinn og smábáturinn tekinn í tog. Og þetta var enginn smáræðis kafbátur, því þeir gerast ekki stærri á jörðinni, af tegundinni Oscar II, 155 metra langur og með 100 manna áhöfn. Kafbáturinn „Kursk“, sem fórst í Barentshafi árið 2000, var sömu gerðar.155 metra langur kjarnorkukafbáturinn með 11 metra smábátinn við hlið sér.Mynd/Norðurfloti Rússlands.Norski vefmiðilinn BarentsObserver greinir frá björguninni og hefur fréttina eftir rússneskum fréttastofum. Þetta er í annað sinn á tveimur árum sem kjarnorkukafbátar norðurflota Rússa bjarga sjómönnum í neyð. Í nóvember árið 2012 bjargaði kafbátur tveimur sjómönnum af litlum fiskibáti undan ströndum Kola-skaga. Meðfylgjandi myndir af björguninni eru frá norðurflota Rússlands.
Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira