Erlent

Karachi flugvöllur opnaður aftur

Samúel Karl Ólason skrifar
Jinnah flugvöllurinn í Karachi, stærsti flugvöllur Pakistan, hefur verið opnaður aftur, eftir árás hryðjuverkamanna. 28 manns létust í árásinni, sem hófst í gær og stóð yfir fram til morguns, en tíu árásarmenn eru þar taldir með. Talíbanar í Pakistan hafa gefið út að árásin hafi verið gerð í hefndarskyni vegna dráps á leiðtoga þeirra í fyrra.

Þetta kemur fram á vef BBC.

Viðræður hafa staðið yfir á milli Talíbana og yfirvalda Pakistan og nú þykir ljóst að þær viðræður muni ekki ná lengra og allar vonir um frið séu horfnar.

Samkvæmt BBC voru árásarmennirnir með sprengibelti og þegar sjö þeirra höfðu verið skotnir af öryggissveitum, sprengdu þrír sig í loft upp. Þá fengust þær upplýsingar frá hernum að einhverjir árasarmannanna kunni að vera útlendir.

Asif Kirmani, starfsmaður forsætisráðherra Pakistan, sagði að fram færi ítarleg rannsókn á árásinni og lofaði hann öryggissveitir flugvallarins og viðbrögð þeirra.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×