Miklar breytingar á málefnum hælisleitenda í haust Hrund Þórsdóttir skrifar 20. maí 2014 20:00 Breytingar á lögum um útlendinga voru samþykktar á síðasta starfsdegi Alþingis og er markmiðið meðal annars að stytta biðtíma hælisleitenda. Þá verða ákvarðanir um útlendingamál færðar til óháðrar úrskurðarnefndar sem hefur sömu valdheimildir og ráðherra í kærumálum „Það skiptir auðvitað gríðarlega miklu máli að það hefur náðst um þetta þverpólitísk sátt, þetta eru gríðarlega miklar breytingar,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra. „Við höfum verið að sjá allt of langan afgreiðslutíma sem er ekkert óeðlilegt miðað við hversu bratt þessi verkefni hafa komið upp á íslenskt samfélag, en við vonumst til þess að í staðinn fyrir að fólk þurfi að bíða hér í einhver ár, verði þetta einhverjir mánuðir.“ Stefnt er að því að sjálfstæða kærunefndin taki til starfa í sumar. Í fyrra var metár og bárust þá 172 umsóknir um hæli hér á landi, eða um 47% fleiri en árið á undan. Hann segir þó að vel hafi gengið að fækka málum í vinnslu. „Við erum að afgreiða þessi mál fjórum sinnum hraðar en fyrir ári síðan. Það er hins vegar ekki nóg og við þurfum að gera betur og ég á von á að strax með haustinu fari hælisleitendur og samfélagið að sjá breytingar á þessu,“ segir hún. Þannig að við getum búist við því að núna undir lok sumars komi til landsins fyrsti hælisleitandinn sem getur vænst nokkurra mánaða málsmeðferðar í staðinn fyrir nokkura ára? „Já, við vonum það innilega. Þeir sem koma til Íslands eftir þennan tíma mega vænta þess að fá svar miklu fyrr og ég vona að því fylgi líka vandaðri og betri málsmeðferð.“ Í gær sagði Stöð 2 frá máli Hassans Al Haj sem kvæntur er íslenskri konu en var þó vísað frá Íslandi fyrr í þessum mánuði og bíður úrslausnar sinna mála í Svíþjóð. Ráðherra kveðst ekki geta tjáð sig um einstök mál en vísar í leiðbeinandi vinnureglur ráðuneytisins, þar sem segir að túlka skuli útlendingalög umsækjendum í vil, meðal annars með tilliti til þess hvort þeir eigi nákomna ættingja hér á landi. Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, gaf ekki kost á viðtali en sagði mál Hassans í vinnslu. Tengdar fréttir „Það eina sem við viljum er að fá að lifa saman hér á Íslandi“ Hassan Mahdi, sem vísað var frá landi, er nú í Svíþjóð og bíður þess að komast aftur til landsins og fá að vera með konu sinni. 14. maí 2014 13:55 Fær engin svör frá íslenskum yfirvöldum "Mig langar bara að fá að vera á Íslandi og byggja upp líf og framtíð með konunni minni,“ segir sýrlenskur hælisleitandi sem giftur er íslenskri konu, en var engu að síður vísað úr landi fyrr í þessum mánuði. 19. maí 2014 20:00 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Breytingar á lögum um útlendinga voru samþykktar á síðasta starfsdegi Alþingis og er markmiðið meðal annars að stytta biðtíma hælisleitenda. Þá verða ákvarðanir um útlendingamál færðar til óháðrar úrskurðarnefndar sem hefur sömu valdheimildir og ráðherra í kærumálum „Það skiptir auðvitað gríðarlega miklu máli að það hefur náðst um þetta þverpólitísk sátt, þetta eru gríðarlega miklar breytingar,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra. „Við höfum verið að sjá allt of langan afgreiðslutíma sem er ekkert óeðlilegt miðað við hversu bratt þessi verkefni hafa komið upp á íslenskt samfélag, en við vonumst til þess að í staðinn fyrir að fólk þurfi að bíða hér í einhver ár, verði þetta einhverjir mánuðir.“ Stefnt er að því að sjálfstæða kærunefndin taki til starfa í sumar. Í fyrra var metár og bárust þá 172 umsóknir um hæli hér á landi, eða um 47% fleiri en árið á undan. Hann segir þó að vel hafi gengið að fækka málum í vinnslu. „Við erum að afgreiða þessi mál fjórum sinnum hraðar en fyrir ári síðan. Það er hins vegar ekki nóg og við þurfum að gera betur og ég á von á að strax með haustinu fari hælisleitendur og samfélagið að sjá breytingar á þessu,“ segir hún. Þannig að við getum búist við því að núna undir lok sumars komi til landsins fyrsti hælisleitandinn sem getur vænst nokkurra mánaða málsmeðferðar í staðinn fyrir nokkura ára? „Já, við vonum það innilega. Þeir sem koma til Íslands eftir þennan tíma mega vænta þess að fá svar miklu fyrr og ég vona að því fylgi líka vandaðri og betri málsmeðferð.“ Í gær sagði Stöð 2 frá máli Hassans Al Haj sem kvæntur er íslenskri konu en var þó vísað frá Íslandi fyrr í þessum mánuði og bíður úrslausnar sinna mála í Svíþjóð. Ráðherra kveðst ekki geta tjáð sig um einstök mál en vísar í leiðbeinandi vinnureglur ráðuneytisins, þar sem segir að túlka skuli útlendingalög umsækjendum í vil, meðal annars með tilliti til þess hvort þeir eigi nákomna ættingja hér á landi. Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, gaf ekki kost á viðtali en sagði mál Hassans í vinnslu.
Tengdar fréttir „Það eina sem við viljum er að fá að lifa saman hér á Íslandi“ Hassan Mahdi, sem vísað var frá landi, er nú í Svíþjóð og bíður þess að komast aftur til landsins og fá að vera með konu sinni. 14. maí 2014 13:55 Fær engin svör frá íslenskum yfirvöldum "Mig langar bara að fá að vera á Íslandi og byggja upp líf og framtíð með konunni minni,“ segir sýrlenskur hælisleitandi sem giftur er íslenskri konu, en var engu að síður vísað úr landi fyrr í þessum mánuði. 19. maí 2014 20:00 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
„Það eina sem við viljum er að fá að lifa saman hér á Íslandi“ Hassan Mahdi, sem vísað var frá landi, er nú í Svíþjóð og bíður þess að komast aftur til landsins og fá að vera með konu sinni. 14. maí 2014 13:55
Fær engin svör frá íslenskum yfirvöldum "Mig langar bara að fá að vera á Íslandi og byggja upp líf og framtíð með konunni minni,“ segir sýrlenskur hælisleitandi sem giftur er íslenskri konu, en var engu að síður vísað úr landi fyrr í þessum mánuði. 19. maí 2014 20:00