Fær engin svör frá íslenskum yfirvöldum Hrund Þórsdóttir skrifar 19. maí 2014 20:00 „Mig langar bara að fá að vera á Íslandi og byggja upp líf og framtíð með konunni minni,“ segir sýrlenskur hælisleitandi sem giftur er íslenskri konu, en var engu að síður vísað úr landi fyrr í þessum mánuði. Þau hafa engin svör fengið um framhaldið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Hassan Al Haj er kvæntur Margréti Láru Jónasdóttur en bíður nú í mikilli óvissu í Svíþjóð, eftir svörum um hvort hann fái að snúa aftur til Íslands. Hann segir lögreglumenn óvænt hafa komið á heimili þeirra hjóna en sjálfur hafi hann ekki skilið hvað fram fór fyrr en einn lögreglumannanna útskýrði það. „Mér var sagt að ég ætti að fara vegna ákvörðunar ráðuneytisins. Mér var gefin ein vika til að yfirgefa landið og hafði ekki tíma til að ráðfæra mig við lögfræðing, eða gera nokkuð annað,“ segir Hassan. „Þetta var mjög slæmt og það var erfitt að yfirgefa konuna mína, af engri ástæðu. Ég er ekki hælisleitandi lengur, núna þegar ég er orðinn giftur.“ Hassan og Margrét giftu sig í mars og segir lögfræðingur þeirra hjóna þau engar upplýsingar hafa fengið síðan Hassan var vísað úr landi, þrátt fyrir margítrekaðar beiðnir til innanríkisráðuneytisins og Útlendingastofnunar. Honum líður ekki vel í Svíþjóð þar sem hann veit ekki hvað tekur við. Hassan er Sjía múslimi en þeir hafa orðið fyrir miklum ofsóknum í Sýrlandi. Hann fékk líbanskt vegabréf til að sleppa við herskyldu í Sýrlandi en fyrir vikið líta Svíar á hann sem Líbana og neituðu honum um hæli þar sem ástandið í Líbanon er skárra en í Sýrlandi. Hann var á leið til Kanada til að sækja um hæli þegar hann var stöðvaður á Íslandi árið 2013 og þurfti að sitja í einangrun og svo í fangelsi. Hann óttast að verða sendur aftur til Líbanon. „Mig langar bara að fá að vera á Íslandi og byggja upp líf og framtíð með konunni minni.“ Tengdar fréttir „Það eina sem við viljum er að fá að lifa saman hér á Íslandi“ Hassan Mahdi, sem vísað var frá landi, er nú í Svíþjóð og bíður þess að komast aftur til landsins og fá að vera með konu sinni. 14. maí 2014 13:55 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
„Mig langar bara að fá að vera á Íslandi og byggja upp líf og framtíð með konunni minni,“ segir sýrlenskur hælisleitandi sem giftur er íslenskri konu, en var engu að síður vísað úr landi fyrr í þessum mánuði. Þau hafa engin svör fengið um framhaldið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Hassan Al Haj er kvæntur Margréti Láru Jónasdóttur en bíður nú í mikilli óvissu í Svíþjóð, eftir svörum um hvort hann fái að snúa aftur til Íslands. Hann segir lögreglumenn óvænt hafa komið á heimili þeirra hjóna en sjálfur hafi hann ekki skilið hvað fram fór fyrr en einn lögreglumannanna útskýrði það. „Mér var sagt að ég ætti að fara vegna ákvörðunar ráðuneytisins. Mér var gefin ein vika til að yfirgefa landið og hafði ekki tíma til að ráðfæra mig við lögfræðing, eða gera nokkuð annað,“ segir Hassan. „Þetta var mjög slæmt og það var erfitt að yfirgefa konuna mína, af engri ástæðu. Ég er ekki hælisleitandi lengur, núna þegar ég er orðinn giftur.“ Hassan og Margrét giftu sig í mars og segir lögfræðingur þeirra hjóna þau engar upplýsingar hafa fengið síðan Hassan var vísað úr landi, þrátt fyrir margítrekaðar beiðnir til innanríkisráðuneytisins og Útlendingastofnunar. Honum líður ekki vel í Svíþjóð þar sem hann veit ekki hvað tekur við. Hassan er Sjía múslimi en þeir hafa orðið fyrir miklum ofsóknum í Sýrlandi. Hann fékk líbanskt vegabréf til að sleppa við herskyldu í Sýrlandi en fyrir vikið líta Svíar á hann sem Líbana og neituðu honum um hæli þar sem ástandið í Líbanon er skárra en í Sýrlandi. Hann var á leið til Kanada til að sækja um hæli þegar hann var stöðvaður á Íslandi árið 2013 og þurfti að sitja í einangrun og svo í fangelsi. Hann óttast að verða sendur aftur til Líbanon. „Mig langar bara að fá að vera á Íslandi og byggja upp líf og framtíð með konunni minni.“
Tengdar fréttir „Það eina sem við viljum er að fá að lifa saman hér á Íslandi“ Hassan Mahdi, sem vísað var frá landi, er nú í Svíþjóð og bíður þess að komast aftur til landsins og fá að vera með konu sinni. 14. maí 2014 13:55 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
„Það eina sem við viljum er að fá að lifa saman hér á Íslandi“ Hassan Mahdi, sem vísað var frá landi, er nú í Svíþjóð og bíður þess að komast aftur til landsins og fá að vera með konu sinni. 14. maí 2014 13:55