Erlent

Sex unglingar frá Íran handteknir fyrir að dansa við bandarískt popplag

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hér má sjá brot úr myndbandinu - og yfirmann írönsku lögreglunnar.
Hér má sjá brot úr myndbandinu - og yfirmann írönsku lögreglunnar.


Sex írönsk ungmenni voru handtekin í gær fyrir dansa við lagið Happy, eftir bandaríska tónlistarmanninn Pharrell Williams. Þau sáust dansa við lagið í myndbandi sem fór á vefsíðuna Youtube. Þetta þótti yfirvöldum í Íran ekki sæmileg hegðun og voru þau handtekin og yfirheyrð opinberlega í íranska ríkissjónvarpinu.



Yfirmaður írönsku lögreglunnar, Hossein Sajedina, sagði myndbandið vera dónalegt og það skaðaði hreina ímynd landsins.

Myndbandið hér að neðan hefur farið eins og eldur í sinu um netheima. Það sýnir, að því er virðist, opinberar yfirheyrslur yfir krökkunum sex sem dönsuðu við lagið. Þetta eru þrjár stúlkur og þrír drengir. Þau segjast ekki hafa vitað að myndbandið yrði sýnt opinberlega, þau sögðust hafa verið að taka þátt í einhverskonar leikprufum og verið plötuð til að dansa við lagið.

Í lok myndbandsins sem sýnir þau dansa kemur fram: „Lagið Happy var afsökun fyrir okkur til að gleðjast. Við nutum hverrar einustu sekúndu. Vonandi fær þetta ykkur til þess að brosa líka.“



Pharrell miður sín

„Ég skil ekki að þessir krakkar hafi verið handteknir fyrir að bera út þennan fallega boðskap,“ sagði söngvarinn Pharrell Williams á facebook-síðu sinni.

Erlendir fjölmiðlar hafa greint frá því að sjö til viðbótar hafi verið handteknir vegna málsins. En sú tala hefur ekki fengist staðfest.

Ungmennin sex eru sögð hafa brotið lög, til dæmis sem krefja konur til þess að hylja andlit sitt. Mikil ritskoðun fer fram í landinu, meðal annars á netinu. Ýmsir vinsælir samfélagsmiðlar eru ekki leyfðir í landinu. Sérstök sveit lögreglunnar tekur á málum sem þessum. Sveitin sérhæfir sig í málum er varðar siðferði.

Sex írönsk ungmenni voru handtekin í gær fyrir dansa við lagið Happy, eftir bandaríska tónlistarmanninn Pharrell Williams. Þau sáust dansa við lagið í myndbandi sem fór á vefsíðuna Youtube. Þetta þótti yfirvöldum í Íran ekki sæmileg hegðun og voru þau handtekin og yfirheyrtð opinberlega í íranska ríkissjónvarpinu.

Yfirmaður írönsku lögreglunnar, Hossein Sajedina, sagði myndbandið vera dónalegt og það skaðaði hreina ímynd landsins.

Myndbandið hér að ofan hefur farið eins og eldur í sinu um netheima. Það sýnir, að því er virðist, opinberar yfirheyrslur yfir krökkunum sex sem dönsuðu við lagið. Þetta eru þrjár stúlkur og þrír drengir. Þau segjast ekki hafa vitað að myndbandið yrði sýnt opinberlega, þau sögðust hafa verið að taka þátt í einhverskonar leikprufum og verið plötuð til að dansa við lagið.

Í lok myndbandsins sem sýnir þau dansa kemur fram: „Lagið Happy var afsökun fyrir okkur til að gleðjast. Við nutum hverrar einustu sekúndu. Vonandi fær þetta ykkur til þess að brosa líka.“

Pharrell miður sín

„Ég skil ekki að þessir krakkar hafi verið handteknir fyrir að bera út þennan fallega boðskap,“ sagði söngvarinn Pharrell Williams á facebook-síðu sinni.

Erlendir fjölmiðlar hafa greint frá því að sjö til viðbótar hafi verið handteknir vegna málsins. En sú tala hefur ekki fengist staðfest.

Ungmennin sex eru sögð hafa brotið lög, til dæmis sem krefja konur til þess að hylja andlit sitt. Mikil ritskoðun fer fram í landinu, meðal annars á netinu. Ýmsir vinsælir samfélagsmiðlar eru ekki leyfðir í landinu. Sérstök sveit lögreglunnar tekur á málum sem þessum. Sveitin sérhæfir sig í málum er varðar siðferði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×