Innlent

Hægt að sækja um séreignarsparnað eftir helgi

ingvar Haraldsson skrifar
Tryggvi Þór Herbertsson telur kostnað við aðgerðina talsverðan.
Tryggvi Þór Herbertsson telur kostnað við aðgerðina talsverðan. Vísir/Tryggvi Þór Herbertsson
Tryggvi Þór Herbertsson, verkefnisstjóri höfuðstólslækkana íbúðalána, gerir ráð fyrir að hægt verði að sækjast um að greiða séreignarsparnað inn á íbúðarlán eftir helgi. Nákvæm dagsetning velti þó á tæknilegum atriðum.

„Þá verður hægt að fara inn á leidretting.is sækja um" segir Tryggvi. Tryggvi bætir við að ferlið sé örlítið flóknara en við skuldaniðurfellingarumsóknina. „Í tilfelli séreignarsparnaðarins mun fólk þurfa að fylla út hvaða lífeyrissjóð það greiðir í og hvaða lán það vill greiða inn á.“

Eftir 1. júli mun séreignarsparnaður umsækjenda fara til greiðslu á fasteignalánum. Þrem mánuðum síðar, eða 1. október munu lífeyrissjóðir greiða þá upphæð sem komin er inn á séreignarsparnaðarreikning einstaklinga til lánastofnana. Eftir það munu lífeyrissjóðir greiða séreignarsparnað inn á fasteignalán að lámarki á þriggja mánaða fresti næstu þrjú árin.

Hver einstaklingur mun geta nýtt séreignarsparnað að hámarki um 500.000 króna á ári til að greiða inn á fasteignalán, næstu þrjú árin. Í heildina um eina og hálfa milljón króna. Hjón og einstaklingar með samsköttun eru undanskilin því. Þeir einstaklingar munu geta ráðstafað 750.000 krónum á ári. Í heildina tveim milljónum og tvö hundruð og fimmtíu þúsund króna næstu þrjú árin.



Tryggvi Þór segir ekki verið búið að taka saman kostnað við framkvæmd skuldaniðurfellingarnar. Hann gerir þó ráð fyrir að hann skipti tugi milljóna. Nú séu milli fimmtíu og sjötíu manns að vinna hjá Ríkisskattstjóra, Fjármálaráðuneytinu, fjármálastofnunum og hugbúnaðarfyrirtækjum við útfærslu skuldaniðurfellingar og greiðslu séreignarsparnaðar inn á fasteignalán. Þeim muni þó fækka með haustinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×