Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Valur 1-1 | Valur náði jafntefli í Garðabæ Guðmundur Marinó Ingvarsson á Samsung-vellinum skrifar 22. maí 2014 10:33 Haukur Páll og Garðar Jó eigast við. Vísir/Stefán Valur náði í 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni á Samsung vellinum í Garðabæ í kvöld í Pepsí deild karla í fótbolta. Kolbeinn Kárason jafnaði metin á annarri mínútu uppbótartíma. Valur byrjaði leikinn mikið betur og sótti án afláts. Það var samt Stjarnan sem komst yfir á 20. mínútu þegar Arnar Már Björgvinsson skoraði. Markið kom gegn gangi leiksins og það var eins og það slægi Val út af laginu og sóknarþungi liðsins var ekki samur á eftir. Arnar Már þurfti skömmu eftir markið að fara meiddur af leikvelli en Valur þurfti að gera þrjár breytingar í leiknum vegna meiðsla, eina í fyrri hálfleik og aðra snemma í seinni hálfleik. Það riðlaði leik liðsins enn frekar. Stjarnan fékk færi til að gera út um leikinn þegar Valur færði lið sitt framar í seinni hálfleik í leit að jöfnunarmarki en Stjarnan nýtti ekki færin. Fyrir það refsaði Valur og náði að lokum í verðskuldað stig. Stjarnan er með ellefu stig eftir fimm leiki en Valur er í fimmta sæti með 8 stig. Magnús: Get ekki annað en verið sáttur„Það riðlar leiknum að þurfa að skipta vegna meiðsla en mér fannst við vera búnir að spila mjög vel fram að því,“ sagði Magnús Gylfason þjálfari Vals um meiðslavandræði Vals í leiknum í dag. „Við hikstuðum aðeins eftir að þeir skora og þegar við þurfum að skipta en heilt yfir fannst mér við spila góðan fótbolta í dag," sagði Magnús. „Við fengum einhver fjögur, fimm dauðafæri en hefðum mátt vera aðeins ákveðnari á síðasta fjórðung," sagði Magnús. „Við erum búnir að spila tvo grasleiki og komum svo á þetta. Ég held að fyrstu meiðslin séu afleiðing af gervigrasinu,“ sagði Magnús sem vildi þó ekki kenna aðstæðum um meiðslin í dag. „Þetta virðist vera alvarlegt með Patrick (Pedersen), hann er kominn upp á sjúkrahús en ég vona að hitt sé smávægilegt," sagði Magnús. „Mér fannst við heilt yfir spila vel í dag og ég hefði viljað sigur. Við vorum auðvitað farnir að opna okkur ansi mikið í seinni hálfleik og senda menn fram og þeir fengu mjög góð færi til að klára þetta í 2-0 og þess vegna get ég ekki annað en verið sáttur við jafntefli," sagði Magnús. „Það vantaði aðeins meiri einbeitingu aftast hjá okkur í markinu þeirra og öðru færi sem þeir fengu í fyrri hálfleik. Þetta er hlutir sem gerast. Við viljum spila boltanum og halda honum aftast og þá geta gerst svona mistök. Við fyrirgefum það í dag,“ sagði Magnús. Daníel: Eins og maður hafi tapað„Ég held að allir væru ósáttir við að fá svona mark á sig í lokin, sérstaklega þegar þetta var nánast komið í höfn. Þá er grautfúlt að fá þetta mark á sig,“ sagði Daníel Laxdal fyrirliði Stjörnunnar. „Valsmenn komu ákveðnir til leiks og það lá svolítið á okkur en mér fannst við ráða vel við það. Við hefðum líka getað sett annað markið á þá." „Það er þægilegt að vera 1-0 yfir en við áttum að stjórna leiknum betur. Við náðum að halda alveg þangað til í lokin. Það er eins og maður hafi tapað,“ sagði Daníel mjög súr og svekktur. „Mér fannst við hafa átt að klára þetta. Þetta er kannski ekki einbeitingarleysi en þeir voru heppnir að skora þarna í lokin miðað við að við vorum búnir að standast þessa árás frá þeim allan leikinn," sagði Daníel. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
Valur náði í 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni á Samsung vellinum í Garðabæ í kvöld í Pepsí deild karla í fótbolta. Kolbeinn Kárason jafnaði metin á annarri mínútu uppbótartíma. Valur byrjaði leikinn mikið betur og sótti án afláts. Það var samt Stjarnan sem komst yfir á 20. mínútu þegar Arnar Már Björgvinsson skoraði. Markið kom gegn gangi leiksins og það var eins og það slægi Val út af laginu og sóknarþungi liðsins var ekki samur á eftir. Arnar Már þurfti skömmu eftir markið að fara meiddur af leikvelli en Valur þurfti að gera þrjár breytingar í leiknum vegna meiðsla, eina í fyrri hálfleik og aðra snemma í seinni hálfleik. Það riðlaði leik liðsins enn frekar. Stjarnan fékk færi til að gera út um leikinn þegar Valur færði lið sitt framar í seinni hálfleik í leit að jöfnunarmarki en Stjarnan nýtti ekki færin. Fyrir það refsaði Valur og náði að lokum í verðskuldað stig. Stjarnan er með ellefu stig eftir fimm leiki en Valur er í fimmta sæti með 8 stig. Magnús: Get ekki annað en verið sáttur„Það riðlar leiknum að þurfa að skipta vegna meiðsla en mér fannst við vera búnir að spila mjög vel fram að því,“ sagði Magnús Gylfason þjálfari Vals um meiðslavandræði Vals í leiknum í dag. „Við hikstuðum aðeins eftir að þeir skora og þegar við þurfum að skipta en heilt yfir fannst mér við spila góðan fótbolta í dag," sagði Magnús. „Við fengum einhver fjögur, fimm dauðafæri en hefðum mátt vera aðeins ákveðnari á síðasta fjórðung," sagði Magnús. „Við erum búnir að spila tvo grasleiki og komum svo á þetta. Ég held að fyrstu meiðslin séu afleiðing af gervigrasinu,“ sagði Magnús sem vildi þó ekki kenna aðstæðum um meiðslin í dag. „Þetta virðist vera alvarlegt með Patrick (Pedersen), hann er kominn upp á sjúkrahús en ég vona að hitt sé smávægilegt," sagði Magnús. „Mér fannst við heilt yfir spila vel í dag og ég hefði viljað sigur. Við vorum auðvitað farnir að opna okkur ansi mikið í seinni hálfleik og senda menn fram og þeir fengu mjög góð færi til að klára þetta í 2-0 og þess vegna get ég ekki annað en verið sáttur við jafntefli," sagði Magnús. „Það vantaði aðeins meiri einbeitingu aftast hjá okkur í markinu þeirra og öðru færi sem þeir fengu í fyrri hálfleik. Þetta er hlutir sem gerast. Við viljum spila boltanum og halda honum aftast og þá geta gerst svona mistök. Við fyrirgefum það í dag,“ sagði Magnús. Daníel: Eins og maður hafi tapað„Ég held að allir væru ósáttir við að fá svona mark á sig í lokin, sérstaklega þegar þetta var nánast komið í höfn. Þá er grautfúlt að fá þetta mark á sig,“ sagði Daníel Laxdal fyrirliði Stjörnunnar. „Valsmenn komu ákveðnir til leiks og það lá svolítið á okkur en mér fannst við ráða vel við það. Við hefðum líka getað sett annað markið á þá." „Það er þægilegt að vera 1-0 yfir en við áttum að stjórna leiknum betur. Við náðum að halda alveg þangað til í lokin. Það er eins og maður hafi tapað,“ sagði Daníel mjög súr og svekktur. „Mér fannst við hafa átt að klára þetta. Þetta er kannski ekki einbeitingarleysi en þeir voru heppnir að skora þarna í lokin miðað við að við vorum búnir að standast þessa árás frá þeim allan leikinn," sagði Daníel.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira