Erlent

Nú hægt að anda að sér beikoni án þess að fitna

Kjartan Atli Kjartanson skrifar
Tækið breytir beikoni í gufur.
Tækið breytir beikoni í gufur.
Breskt fyrirtæki hefur sett tæki á markað sem breytir matvælum í gufu og gerir fólki kleift að anda að sér matnum. Fyrirtækið segir að þeir sem andi að sér gufunni fái bragðið af matnum i munninn, án þess að innbyrða neinar hitaeiningar.

Fólk á því að geta fengið góða bragðið af beikoni, humri, poppkorni, súkkulaði og nánast hverju sem er, án þess að fitna. „Við erum með ótrúlega margar bragðtegundir og við getum meira að segja þróað bragðið í gufunum, þannig að fólk getur í raun komið með óskir og við reynt að uppfylla þær.“

Fyrirtækið notast við svokallaða úthljóðstækni (e. ultrasonic) til þess að breyta matvælum í gufu. Tækið kostar rétt tæpa milljón króna, en við  þá upphæð bætist sendingakostnaður.

Hér að neðan má sjá tækið auglýst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×