Erlent

Taílenskir stjórnmálamenn látnir lausir

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Mótmælandi sýnir táknrænt hvernig valdataka hersins og nýsettar reglur brjóta á tjáningarfrelsi hans.
Mótmælandi sýnir táknrænt hvernig valdataka hersins og nýsettar reglur brjóta á tjáningarfrelsi hans. Fréttablaðið/AP
Taílenski herinn segist hafa látið 124 stjórnmálamenn og aðgerðasinna lausa úr varðhaldi í gær.

Talsmaður hersins sagði 253 manns hafa verið boðaða í varðhald en 53 hafi ekki svarað skipunum um að gefa sig fram. Eftir sitji því 76 í varðhaldi.

Fólkið var látið laust með þeim skilyrðum að það léti herinn vita um ferðir sínar og tæki ekki þátt í nokkurri stjórnmálalegri athafnasemi. Fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Yingluck Shinawatra, er laus úr varðhaldi en þó gegn einhverjum skilyrðum.

Herinn tók völdin í Taílandi fyrir viku, þann 22. maí, og sagðist þá vilja koma á friði og reglu í landinu þar sem óeirðir hafa geisað mánuðum saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×